Skip to main content

Menningarlandslag, sagnir og örnefni

Örnefni og þjóðtrú

Á árinu 2019 var dr. Matthias Egeler gestafræðimaður hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum í hálft ár, aftur í tvo mánuði 2021 og einnig í tvo mánuði 2022. Hann sérhæfir sig í rannsóknum á örnefnum, þjóðtrú, sögnum og landslagi og hefur til þess styrk frá þýskum rannsóknasjóðum. Hann hefur þegar birt nokkrar greinar byggðar á þessum rannsóknum og bók er væntanleg. Rannsóknasetrið á Ströndum hefur aðstoðað Egeler við rannsóknir sínar af fremsta megni, en innan setursins er talsverð þekking á þessum málaflokki. Vinna með örnefni, sagnir og menningarlandslag á Ströndum hefur lengi verið eitt af viðfangsefnum Jóns Jónssonar þjóðfræðings og mörg smærri verkefni þessu tengd verið unnin. Það er því ekki tilviljun að Matthias Egeler valdi Strandir sem rannsóknarsvæði í verkefni sínu og Rannsóknasetrið sem samstarfsaðila.

Birtar greinar eftir Matthias Egeler sem tengjast Ströndum:

  • Matthias Egeler og Carola Lentz: „Things that Place Names do: Comparative Perspectives from West Africa and Iceland,“ in: Anthropos 117 (2022), 453-466. 
  • Matthias Egeler: „The Grave Mound of a Saga Hero: a Case Study in Context and Continuity between Grettis saga and Modern Folklore,“ in: Religionsvidenskabeligt Tidsskrift 74 (2022), 705-725 (https://doi.org/10.7146/rt.v74i.132135).
  • Matthias Egeler: „Magic, Fish, and Material Ecocriticism,“ in: Anna Katharina Heiniger; Rebecca Merkelbach; Alexander Wilson (Hrsg.): Þáttasyrpa – Studien zu Literatur, Kultur und Sprache in Nordeuropa. Festschrift für Stefanie Gropper. (=Beiträge zur Nordischen Philologie 72), Tübingen: Narr Francke Attempto Verlag 2022, 301-307.
  • Matthias Egeler: „An Ethnography of an Imaginary Road: Fear, Death, and Storytelling in the Icelandic West­fjords,“ in: Folklore 132 (2021), 115-139, https://doi.org/10.1080/0015587X.2020.1788806.
  • Matthias Egeler: „Close Walking: Musings from Goat Mountain,“ in: Folklore Fellows’ Network Newsletter 55 (December 2021), 5-10 (https://www.folklorefellows.fi/wp-content/uploads/Egeler.pdf).
  • Matthias Egeler: „Fischmeldungen,“ in: mare 145 (April/Mai 2021), 46-47.
  • Matthias Egeler: „Saga Writing, Folklore, and Labour: The Death of Svanr in Njáls saga,“ in: Arkiv för nordisk filologi 135 (2020), 33-49.
  • Matthias Egeler: „Örnefni, þjóðsögur og félagslegt óréttlæti: Sagnir um fátækt fólk á Ströndum,“ in: Strandapósturinn 52 (2020), 97-103.
  • Matthias Egeler: „Nicht immer nur Elfen,“ in: mare 136 (October/November 2019), 40-41.
  • Matthias Egeler: „Spiel mit dem Übernatürlichen: Zur ‚Gründungslegende‘ der Kirche von Staður in den isländischen Westfjorden,“ in: |Marginalien. Religionswissenschaftliche Randbemerkungen, 20/5/2019 (https://marginalie.hypotheses.org/1270).

Setrið hefur einnig tekið þátt í öðrum verkefnum sem tengjast þessum menningarlandslagi og örnefnafræðum og m.a. safnað fróðleik um álagabletti og þjóðsagnastaði á Ströndum úr ólíkum heimildum, m.a. úr viðtölum starfsmanna Árnastofnunar sem miðlað er á ismus.is og úr örnefnaskrám sem nú má skoða á nafnid.is. Fyrirlestrar hafa verið haldnir um efnið og pistlar skrifaðir. 
.

Álagablettir á Ströndum 

Árið 2013 unnu Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson að rannsókn og uppsetningu tímabundinnar sögusýningar með listrænu ívafi sem hét Álagablettir. Sýningin var opnuð á Sauðfjársetri á Ströndum í tengslum við þjóðtrúarkvöldvöku á þjóðtrúardaginn mikla, þann 7. september 2013 (7-9-13) og var uppi alveg fram í febrúar 2022. Áfram var haldið við rannsóknir á efninu og fyrir jólin árið 2021 kom síðan út bók um sama efni, Álagablettir á Ströndum, eftir Dagrúnu og Jón.  
.

Sögurölt um Dali og Strandir 

Á árunum 2018-2021 tók Rannsóknasetrið þátt í svokölluðu Sögurölti um Dali og Strandir. Þetta var verkefni sem söfnin á Ströndum og Dölum, Byggðasafn og Héraðsskjalasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum stóðu fyrir, og Rannsóknasetrið og Náttúrubarnaskólinn tóku einnig þátt. Þessi sögurölt voru mjög vinsæl, en um er að ræða stutta gönguferð þar sem meiri áhersla er lögð á fróðleik, sögur og sagnir, en gönguna sjálfa. Jón Jónsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetrinu var sögumaður í flestum söguröltunum á Ströndum, m.a.Tröllaskoðunarferð í Kollafirði, Dagbókargöngu að Naustavík og Þjóðsagna- og sögugöngu í Tröllatungu.

Saga og minjar á Ströndum