Skip to main content

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun - á vefsíðu Háskóla Íslands

Mat á svörun lífvera gagnvart mengun með beitingu bíómarkera er eitt helsta viðfangsefni setursins. Umtalsverðar rannsóknir fara fram á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur, svo sem þungmálma og PAH sambanda, sem koma úr olíu, auk þess sem rannsóknir hafa farið fram á eiturefnum sem mögulega koma til með að vera notuð sem virk efni í botnmálningu skipa í framtíðinni.

Nú eru á döfinni ýmis rannsóknaverkefni sem beinast meðal annars að því að meta áhrif mengandi efna á krækling, krabbadýr og fiska hér við land og víðar í N-Atlantshafi. Verkefnin á þessu sviði eru og hafa verið unnin í samstarfi með mörgum innlendum og erlendum aðilum.