Skip to main content

Íslenskar bókmenntir

Íslenskar bókmenntir

Hugvísindasvið

Íslenskar bókmenntir

MA gráða – 120 einingar

Markmið meistaranáms í íslenskum bókmenntum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám.

Skipulag náms

X

Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildum (ÍSB101F)

Hér verður fjallað um helstu heimildir um heiðinn sið og önnur trúarbrögð en kristni, þar á meðal Snorra-Eddu, eddukvæði, dróttkvæði, fornaldarsögur og Íslendingasögur. Sjónum verður beint að Ásum, álfum, jötnum, dýrum, plöntum og fengist verður við eðli goðsagna, helgisiði og hvers konar yfirnáttúru. Mikil áhersla verður á sjálfstæð vinnubrögð og verkefnavinnu
nemenda.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)

Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.

X

Rómantík og tilfinningar: Nútímasjálfið á 19. öld (ÍSL521M)

Rómantískar bókmenntir voru einn helsti farvegur tilfinningatjáningar á 19. öld. Það er fyrst með rómantísku stefnunni sem einstaklingsbundnar tilfinningar verða viðurkenndur þáttur í fagurfræðilegri reynslu. Sterkar kenndir eins og samúð, lotning, undrun og hryllingur voru taldar tengjast fagurfræðilegum fyrirbærum eins og hinu fagra eða hinu háleita (súblíma). Í námskeiðinu verður saga sjálfsins og tilfinningatjáningar rakin í gegnum rómantíska texta og stuðst við fræðirit um það efni. Áhersla verður lögð á orðræðu tilfinninga og sviðsetningu þeirra í ljóðum, bréfum, dagbókum, skáldsögum og leikritum. Við sögu koma hugmyndir um sjálfið og heiminn, kvenleika og karlmennsku, viðkvæmni og depurð, sælu og hrylling, ást og hatur, hamsleysi og yfirvegun. Meðal höfunda og skálda eru Baldvin Einarsson, Benedikt Gröndal, Bjarni Thorarensen, Byron lávarður, Edgar Allan Poe, Gísli Brynjúlfsson, Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, Grímur Thomsen, Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Matthías Jochumsson, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Mary Shelley, Steingrímur Thorsteinsson og Þorsteinn Erlingsson.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Sögur og staðir (MIS814F)

Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.

X

Egils saga Skallagrímssonar (ÍSB823F)

Námskeiðið fjallar um eina þekktustu Íslendingasöguna og er sagan notuð til að gera grein fyrir helstu rannsóknarspurningunum á sviði miðaldabókmennta. Fjallað verður m.a. um höfund Eglu, um hlutverk tilfinninga í henni, um bæði náttúrulega og yfirnáttúrulega hluta og mikilvægi þeirra í sögunni, um margræðni Egils sem skáld og kappa, en líka um ferðir hans um Norðurlönd og samskipti hans við Noregskonunga. Sagan verður lesin í heild, en þar að auki fræðileg rit um hana frá 20. og 21. öld. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í umræðum og vinni lokaritgerð.

Nánar um námsmat:

Leið 1

  1. Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
  2. Nemendur munu setja saman 5000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (80%) Skiladagurinn er [...].

Leið 2

  1. Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
  2. Nemendur munu setja saman 3000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (50%) Skiladagurinn er [...].
  3. Nemendur munu skrifa vikulega skýrslu (u.þ.b. 400 orð) um kennsluefni vikunnar. Í skýrslu skulu nemendur sýna tök á efni tímans og fram á að koma eigin skoðun þeirra. (30%)
X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Íslenska í skólakerfinu (ÍSF801F)

Meginmarkmið námskeiðsins er annars vegar að varpa ljósi á það hvernig íslenska er kennd á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum og hins vegar hvernig hægt er að efla kennslu í námsgreininni með hliðsjón af hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Hvaða hæfni á að byggja upp í beitingu og meðferð tungumálsins? Hvaða leikni eiga nemendur að hafa eftir hvert skólastig og hvernig á að þjálfa hana? Hvað er mikilvægast að nemendur skilji og viti um tungumál og bókmenntir eftir skólagönguna? Hvaða kennsluaðferðum er helst beitt? Hvaða námsefni er mest notað og að hvaða marki endurspeglar það nýlega þekkingu á sviði íslenskrar málfræði og íslenskra bókmennta? Í verkefnavinnu námskeiðsins fá nemendur tækifæri til að útfæra eigin hugmyndir að viðfangsefnum í íslenskukennslu með áherslu á miðlun nýlegrar þekkingar.

X

Módernismi og bókmenntir (ÍSL615M)

Hvað er módernismi og módernískar bókmenntir? En póstmódernismi? Er um að ræða bókmenntagreinar, fagurfræði, tískubylgjur eða jafnvel lestraraðferð? Hvað er nútími og hvernig tengist hann módernisma? Og hver eru helstu íslensku módernísku og póstmódernísku bókmenntaverkin? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður varpað fram í námskeiðinu þar sem sjónum er beint að fyrirbærinu (póst)módernisma á íslensku bókmenntasviði og í alþjóðlegu samhengi. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar, saga þess, merking, notkun og ekki síst sú endurskoðun sem það hefur gengið í gegnum á undanförnum árum víða um heim. Ólíkir módernískir textar frá ýmsum tímum eru lesnir, ljóð, smásögur og skáldsögur, og staða þeirra innan íslenskrar bókmenntasögu rædd. Enn fremur er hugað að tímaritum, útgáfu, gagnrýni og öðrum mikilvægum þáttum bókmenntasviðsins.

X

Rímur og miðaldarómantík (ÍSB825F)

Í námskeiðinu verður rýnt í rímur og þær lesnar og ræddar í samhengi við rannsóknir fræðimanna. Litið verður á hliðstæðan kveðskap meðal annarra Evrópuþjóða og staða rímnanna skoðuð í víðu samhengi. Þá verður sjónum beint að varðveislu rímna og þeirri bókmenntaiðkun sem stunduð var á Íslandi allt frá síðmiðöldum og einkenndist af formbreytingu, þar sem sögur í formi prósa urðu að rímum og rímur aftur að prósagerðum. Miðaldarímur verða því lesnar með hliðsjón af íslenskum sagnabókmenntum og í sumum tilvikum bæði í formi rímna og prósagerða frá mismunandi tímum. Þá verða rímurnar skoðaðar með tilliti til flutnings og að lokum verður fjallað um úrvinnslu rímnaarfsins í samtímalegu ljósi og leitast við að kynna til sögunnar þá listamenn sem hafa notað rímur sem grunn eða fyrirmynd að tónlistarsköpun.

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Goð, menn og meinvættir í norrænum heimildum (ÍSB101F)

Hér verður fjallað um helstu heimildir um heiðinn sið og önnur trúarbrögð en kristni, þar á meðal Snorra-Eddu, eddukvæði, dróttkvæði, fornaldarsögur og Íslendingasögur. Sjónum verður beint að Ásum, álfum, jötnum, dýrum, plöntum og fengist verður við eðli goðsagna, helgisiði og hvers konar yfirnáttúru. Mikil áhersla verður á sjálfstæð vinnubrögð og verkefnavinnu
nemenda.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)

Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.

X

Rómantík og tilfinningar: Nútímasjálfið á 19. öld (ÍSL521M)

Rómantískar bókmenntir voru einn helsti farvegur tilfinningatjáningar á 19. öld. Það er fyrst með rómantísku stefnunni sem einstaklingsbundnar tilfinningar verða viðurkenndur þáttur í fagurfræðilegri reynslu. Sterkar kenndir eins og samúð, lotning, undrun og hryllingur voru taldar tengjast fagurfræðilegum fyrirbærum eins og hinu fagra eða hinu háleita (súblíma). Í námskeiðinu verður saga sjálfsins og tilfinningatjáningar rakin í gegnum rómantíska texta og stuðst við fræðirit um það efni. Áhersla verður lögð á orðræðu tilfinninga og sviðsetningu þeirra í ljóðum, bréfum, dagbókum, skáldsögum og leikritum. Við sögu koma hugmyndir um sjálfið og heiminn, kvenleika og karlmennsku, viðkvæmni og depurð, sælu og hrylling, ást og hatur, hamsleysi og yfirvegun. Meðal höfunda og skálda eru Baldvin Einarsson, Benedikt Gröndal, Bjarni Thorarensen, Byron lávarður, Edgar Allan Poe, Gísli Brynjúlfsson, Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, Grímur Thomsen, Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Matthías Jochumsson, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Mary Shelley, Steingrímur Thorsteinsson og Þorsteinn Erlingsson.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Sögur og staðir (MIS814F)

Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.

X

Egils saga Skallagrímssonar (ÍSB823F)

Námskeiðið fjallar um eina þekktustu Íslendingasöguna og er sagan notuð til að gera grein fyrir helstu rannsóknarspurningunum á sviði miðaldabókmennta. Fjallað verður m.a. um höfund Eglu, um hlutverk tilfinninga í henni, um bæði náttúrulega og yfirnáttúrulega hluta og mikilvægi þeirra í sögunni, um margræðni Egils sem skáld og kappa, en líka um ferðir hans um Norðurlönd og samskipti hans við Noregskonunga. Sagan verður lesin í heild, en þar að auki fræðileg rit um hana frá 20. og 21. öld. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í umræðum og vinni lokaritgerð.

Nánar um námsmat:

Leið 1

  1. Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
  2. Nemendur munu setja saman 5000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (80%) Skiladagurinn er [...].

Leið 2

  1. Nemendur munu halda framsögur um efni sem er tengt námskeiðinu. Nemendum er heimilt að setja fram óskir um efni og tíma fyrir framsögu. Hver framsaga verður u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni munu taka við umræður þar sem ætlast er til þátttöku annarra nemenda. (20%)
  2. Nemendur munu setja saman 3000 orða ritgerðum af efni sem er tengt námskeiðinu. Í ritgerð skulu nemendur sýna tök á vísindalegri og sögulegri aðferðafræði, t.d. frágangi, heimildarýni, gagnrýnni hugsun og nákvæmni. (50%) Skiladagurinn er [...].
  3. Nemendur munu skrifa vikulega skýrslu (u.þ.b. 400 orð) um kennsluefni vikunnar. Í skýrslu skulu nemendur sýna tök á efni tímans og fram á að koma eigin skoðun þeirra. (30%)
X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Íslenska í skólakerfinu (ÍSF801F)

Meginmarkmið námskeiðsins er annars vegar að varpa ljósi á það hvernig íslenska er kennd á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum og hins vegar hvernig hægt er að efla kennslu í námsgreininni með hliðsjón af hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Hvaða hæfni á að byggja upp í beitingu og meðferð tungumálsins? Hvaða leikni eiga nemendur að hafa eftir hvert skólastig og hvernig á að þjálfa hana? Hvað er mikilvægast að nemendur skilji og viti um tungumál og bókmenntir eftir skólagönguna? Hvaða kennsluaðferðum er helst beitt? Hvaða námsefni er mest notað og að hvaða marki endurspeglar það nýlega þekkingu á sviði íslenskrar málfræði og íslenskra bókmennta? Í verkefnavinnu námskeiðsins fá nemendur tækifæri til að útfæra eigin hugmyndir að viðfangsefnum í íslenskukennslu með áherslu á miðlun nýlegrar þekkingar.

X

Módernismi og bókmenntir (ÍSL615M)

Hvað er módernismi og módernískar bókmenntir? En póstmódernismi? Er um að ræða bókmenntagreinar, fagurfræði, tískubylgjur eða jafnvel lestraraðferð? Hvað er nútími og hvernig tengist hann módernisma? Og hver eru helstu íslensku módernísku og póstmódernísku bókmenntaverkin? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður varpað fram í námskeiðinu þar sem sjónum er beint að fyrirbærinu (póst)módernisma á íslensku bókmenntasviði og í alþjóðlegu samhengi. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar, saga þess, merking, notkun og ekki síst sú endurskoðun sem það hefur gengið í gegnum á undanförnum árum víða um heim. Ólíkir módernískir textar frá ýmsum tímum eru lesnir, ljóð, smásögur og skáldsögur, og staða þeirra innan íslenskrar bókmenntasögu rædd. Enn fremur er hugað að tímaritum, útgáfu, gagnrýni og öðrum mikilvægum þáttum bókmenntasviðsins.

X

Rímur og miðaldarómantík (ÍSB825F)

Í námskeiðinu verður rýnt í rímur og þær lesnar og ræddar í samhengi við rannsóknir fræðimanna. Litið verður á hliðstæðan kveðskap meðal annarra Evrópuþjóða og staða rímnanna skoðuð í víðu samhengi. Þá verður sjónum beint að varðveislu rímna og þeirri bókmenntaiðkun sem stunduð var á Íslandi allt frá síðmiðöldum og einkenndist af formbreytingu, þar sem sögur í formi prósa urðu að rímum og rímur aftur að prósagerðum. Miðaldarímur verða því lesnar með hliðsjón af íslenskum sagnabókmenntum og í sumum tilvikum bæði í formi rímna og prósagerða frá mismunandi tímum. Þá verða rímurnar skoðaðar með tilliti til flutnings og að lokum verður fjallað um úrvinnslu rímnaarfsins í samtímalegu ljósi og leitast við að kynna til sögunnar þá listamenn sem hafa notað rímur sem grunn eða fyrirmynd að tónlistarsköpun.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.