Skip to main content

Spænska

Spænska

Hugvísindasvið

Spænska

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í spænsku fá nemendur þjálfun í fræðilegum og sjálfstæðum vinnubrögðum sem og í framsetningu efnis í fræðilegu samhengi. Einnig öðlast nemendur nákvæma þekkingu á kjörsviði sínu í spænsku máli og málvísindum, eða sögu og bókmenntum spænskumælandi þjóða

Skipulag náms

X

Meistararitgerð í spænsku (SPÆ441L)

Meistararitgerð í spænsku.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ709F)

Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.

X

Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)

Málstofa í orðabókarfræði

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Inngangur að spænskum málvísindum (SPÆ102M)

Námskeiðið er inngangur að spænskum málvísindum þar sem m.a. verður fjallað um hljóð-, beygingar- og orðmyndunarfræði spænskrar tungu.

X

Kvikmyndir Spánar (SPÆ303M, SPÆ101M)

Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).

X

Meistararitgerð í spænsku (SPÆ441L)

Meistararitgerð í spænsku.

X

Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)

Málstofuverkefni í bókmenntum.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.

X

Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.

X

Nýlendubókmenntir (SPÆ402M, SPÆ501M)

Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ806F)

Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.