Skip to main content

Lífeindafræði - Viðbótardiplóma

Lífeindafræði - Viðbótardiplóma

Heilbrigðisvísindasvið

Lífeindafræði

Viðbótardiplóma – 60 einingar

Viðbótardiplóma í lífeindafræði er fræðilegt og verklegt nám sem ljúka má á einu ári. Námið samanstendur af námskeiðum og rannsóknarverkefni. 

Að loknu diplóma öðlast nemendur starfsréttindi sem lífeindafræðingar.

Skipulag náms

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Hagnýt lífupplýsingafræði (LEI106F)

Fjallað verður um helstu gagnabanka fyrir DNA, RNA og prótein og uppbyggingu þeirra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir lífupplýsingafræðinnar, svo sem til raðsamanburðar, raðleitar og til leitar að ýmsum virkum setum í bæði prótein- og DNA/RNA-röðum. Fjallað verður um tengsl raðsamanburðar og þróunarfræði, með áherslu á að nemandi skilji helstu aðferðir til að greina skyldleika raða. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og kunni að notfæra sér nokkra helstu gagnabanka á þessu sviði. Auk þess verður fjallað um nokkur forrit s.s. MEGA og Geneious svo einhver séu nefnd, auk veflægra forrita.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Námskeiðinu er ætlað að vera hagnýtt, verkefnaskil eru jafnt og þétt yfir önnina og námskeiðið krefst því virkrar þátttöku nemandans.

X

Málstofa í lífeindafræði (LEI112F)

Nemendur og kennarar fjalla um eigin/annarra rannsóknir í fyrirlestrum og umræðum.

Fyrirlestrar eru fluttir af nemendum og kennurum. Ráðstefna um rannsóknir í lífeindafræði. Mætingaskylda er og virkrar þátttöku í umræðum er krafist.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1 (LÆK106F)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Málstofa í lífeindafræði (LEI210F)

Nemendur og kennarar fjalla um eigin/annarra rannsóknir í fyrirlestrum og umræðum.

Fyrirlestrar eru fluttir af nemendum og kennurum. Ráðstefna um rannsóknir í lífeindafræði. Mætingaskylda er og virkrar þátttöku í umræðum er krafist.

X

Lokaritgerð í diplómanámi í lífeindafræði á meistarastigi (LEI208F)

Námið fer fram á rannsóknastofum í lífeindafræði og nemendur sérhæfa sig á ákveðnu sviði lífeindafræði. Þeir hafa ákveðið val um svið af þeim sem eru í boði hverju sinni, en ef margir sækjast eftir því sama er ekki víst að hægt verði að verða við öllum óskum.

Unnið er að rannsóknaverkefni á meistarastigi og því gerð skil með lokaritgerð og fyrirlestri. Megin viðfangsefnin eru fræðilegur bakgrunnur, úrvinnsla rannsóknaniðurstaða og vísindaleg birting.

X

Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.

Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).

X

Aðferðir í ónæmisfræði (LÆK071F)

Námskeiðið er ætlað nemendum í meistara og doktorsnámi í ónæmisfræði, frumu- og sameinalíffræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða skyldum greinum. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á ónæmiskerfinu og starfsemi þess, s.s. mótefnagreinar (RIA, ELISA, gelútfellingar, mótefnaútfellingar, immunoadsorption, mótefnaþrykk), frumueinangrun (þéttnistigull/síun, viðloðun, FACS og MACS), virknipróf (frumufjölgun, T-frumuvirknipróf, B-frumuvirknipróf, átfrumupróf), boðefnamælingar (ELISPOT, ELISA, CBA, Luminex) og vefjalitanir (undirbúningur vefja, flúrskinslitun, ensímlitun).

Kennsla fer fram í formi yfirlitsfyrirlestra (3 x 3) og verklegra æfinga (3 x 8) sem verða haldnar á laugardögum.

Fyrirlestrar og leiðbeiningar í verklegu fara fram á ensku ef þess er þörf.

X

Líffræði krabbameina (LÆK092F)

Í námskeiðinu verður fjallað um hvaða líffræðilegar breytingar leiða til myndunar krabbameina og einkenna þau. Fyrirlesarar gefa yfirlitserindi um valið efni innan þess efnisflokks sem nefndur er og velja síðan eina nýlega vísindagrein um skylt efni sem nemandi er fenginn til að kynna og gagnrýna. Greinum um efnið verður dreift til nemenda í upphafi námskeiðs svo allir geti komið undirbúnir og tekið þátt í umræðum.

Efni fyrirlestra: Inngangur, krabbameinsvaldar, æxlisgen og æxlisbæligen, TP53, atburðarás krabbameinsmyndunar, forstig krabbameina, krabbameinsstofnfrumur, dýralíkön, litningaóstöðugleiki, genaóstöðugleiki, þróun krabbameina, sviperfðir/epigenetics.

Kennslutímar: Námskeiðið mun verða haldið sem 12 tveggja stunda tímar, fyrirlestur í fyrri tímanum og kynning nemanda á viðeigandi tímaritsgrein í þeim seinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Lífeindafræðin á Facebook

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.