Skip to main content

Upplýsingasíða fyrir nýnema á Hugvísindasviði

Upplýsingasíða fyrir nýnema á Hugvísindasviði

Verið velkomin í nám á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Við sviðið starfa Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, Íslensku- og menningardeild, Mála- og menningardeild og Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði. Hér að neðan má nálgast gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema.

Velkomin í Háskóla Íslands

Sjáðu um hvað námið snýst

Mikilvægar dagsetningar við upphaf haustmisseris 2025

  • 15. ágúst. Móttaka nýnema á Hugvísindasviði.
  • 18. ágúst. Kennsla hefst.
  • 27. ágúst. Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningar. 
  • 15. september. Síðasti dagur til úrsrkáningar úr námskeiðum/prófum á haustmisseri.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.

Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni, í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is. Þú getur líka fylgst með okkur á Instagram og Facebook.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.