Skip to main content

Doktorsvörn í fornleifafræði: Magdalena Maria E. Schmid

Doktorsvörn í fornleifafræði: Magdalena Maria E. Schmid - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. desember 2018 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 12. desember fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild. Þá ver Magdalena Maria E. Schmid doktorsritgerð sína í fornleifafræði sem nefnist Archaeological Applications of Radiocarbon Chronologies and Statistical Models: Dating the Viking Age Settlement of Iceland, eða Geislakolstímatal og tölfræðileg líkön í fornleifafræði: Tímasetning  landnáms á Íslandi. Andmælendur verða Philippa Ascough og Fiona Petchey.

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn Orra Vésteinssonar, prófessors í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild. Aðrir í doktorsnefnd eru Andrew J. Dugmore, prófessor við Háskólann í Edinborg, Anthony Newton, lektor við sama háskóla og Rachel Wood, sérfræðingur við Oxford-háskóla.

Steinunn J Kristjánsdóttir, deildarforseti Sagnfræði- og heimspekideildar, stjórnar athöfninni sem fram fer í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Um doktorsrannsóknina

Markmið ritgerðarinnar er að bæta nákvæmni og áreiðanleika greininga á söfnum geislakolsaldursgreininga til þess að skilja betur fornleifafræðileg og fornvistfræðileg álitamál á borð við fólksflutninga, landnám, gagnkvæm áhrif manns og umhverfis og viðbrögð samfélaga við loftslagsbreytingum. Þetta skiptir miklu máli því geislakolsgreining er ein mikilvægasta aldursgreiningaraðferðin í forsögulegri fornleifafræði og rannnsóknum á kvartertímabilinu.

Magdalena Maria E. Schmid