Aðstaða | Háskóli Íslands Skip to main content

Aðstaða

Netspjall

Í Gimli er upplýsinga- og þjónustuborð Félagsvísindasviðs

Í Gimli er upplýsinga- og þjónustuborð Félagsvísindasviðs (sími: 525-5870 , netfang: nemFVS@hi.is). Þar fá nemendur svör við almennum fyrirspurnum sem varða nám við deildina. Jafnframt fer þar fram öll umsýsla verkefna, skil til kennara og afhending til nemenda. Auk þess eru pósthólf kennara og annarra starfsmanna staðsett þar.

Hægt er að skila verkefnum og pósti til kennara allan sólarhringinn í póstlúgu sem er til hliðar við innganginn.

Á Háskólatorgi er einnig að finna þjónustuborð (sími: 525-5800, netfang: haskolatorg@hi.is). Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er það fyrsti staðurinn sem þeir leita til. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, yfirlit yfir námsferla og panta staðfest afrit af brautskráningarferlum. Á þjónustuborðinu er einnig hægt að kaupa prentkvóta og þar eru stúdenta- og strætókort afhent. Þar er tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum. Á þjónustuborðinu geta nemendur skráð sig á námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf og fengið lykilorð í Ugluna, innri vef skólans. Starfsmenn þjónustuborðsins sjá um bókanir í stofur og fundarherbergi Háskólatorgs.

Félagsstofnun stúdenta (FS) rekur umfangsmikla þjónustu fyrir nemendur Háskóla Íslands. Þar ber helst að nefna Stúdentagarða, leikskóla FS, kaffistofur FS, Bóksölu stúdenta og Háma. Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsstofnunar stúdenta.

Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) rekur 18 tölvuver á háskólasvæðinu, fjögur þeirra eru staðsett í Gimli og Odda. Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvuverunum og fá úthlutað heimasvæði á innri vef skólans (Uglu). Þar geta nemendur fengið upplýsingar um skráningarstöðu sína, námsferil, stök námskeið, tekið við skilaboðum frá kennurum og margt fleira.

Byggingar HÍ

Byggingar á háskólasvæðinu eru opnar á mismunandi tímum. Nemendur HÍ geta sótt um aðgangskort að flestum meginbyggingum á Uglu. Stúdentakortið veitir aðgang að byggingum skólans sem veitir korthafa aukinn aðgang að byggingum Háskólans umfram venjulegan opnunartíma þeirra ásamt því að vera afsláttar- og auðkenniskort stúdenta.

Bókasafn

Nemendur Félagsvísindasviðs hafa aðgang að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þar er að finna fjölda bóka, tímarita, dagblaða og rafrænna gagna. Lestrar- og vinnuaðstaða er á fjórum hæðum safnsins.
Nemendur Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds. Það fæst við útlánaborð á 2. hæð safnsins gegn framvísun persónuskilríkja. Nauðsynlegt er að hafa bókasafnsskírteini til þess að fá rit að láni, taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl.

Lesrými

Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 400 sæti við borð auk fjölmargra sæta við tölvur, lesvélar og í tón- og mynddeild. Auk þess eru hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Á Háskólatorgi eru auk þess almenn lesrými. Í Gimli og Odda er einnig lesrými fyrir nemendur Félagsvísindasviðs.

Ljósritun og fjölfjöldun

Fjöldi fyrirtækja býður nemendum og kennurum ljósritunarþjónustu. Háskólaprent er fyrirtæki á Háskólasvæðinu sem hefur sérhæft sig í að þjónusta háskólafólk. Það gefur út greinasöfn og frumsamdar kennslubækur fyrir námskeið við HÍ og vinnur lokaritgerðir fyrir nemendur Háskóla Íslands. Fyrirtækið tekur einnig að sér fjölda smærri verka fyrir nemendur, kennara og stofnanir, t.a.m. bæklinga, ritgerðir, bækur, OCR skönnun o.s.frv. Háskólaprent er staðsett að Fálkagötu 2, á horninu á Fálkagötu og Suðurgötu.

Auk þess eru ljósritunarvélar fyrir nemendur Félagsvísindasviðs í Þjóðarbókhlöðu og á 2. hæð í Odda.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.