Erasmus+ er menntaáætlun Evrópusambandsins og gerir starfsfólki HÍ kleift að sækja um styrki til gestakennslu eða starfsþjálfunar í þátttökulöndum Erasmus+. Þátttökulönd eru Evrópusambandslöndin 28, Efta löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Norður-Makedóníu og Serbíu. Umsóknarfrestur er til 15. maí ár hvert. Hægt er að senda inn umsókn eftir frestinn og fer hún þá á biðlista. Ferð skal farin á tímabilinu júlí (umsóknarárið) til og með september næsta ár á eftir. Hver umsækjandi getur fengið að hámarki einn styrk í hverri umsóknarlotu. Styrkir til kennaraskipta/gestakennslu Kennaraskipti/gestakennsla þarf að vera við menntastofnun í Evrópu. Kennslan og vinna tengd henni skal vera að lágmarki 8 stundir í ferð í 2-60 daga. Kennarar geta að sjálfsögðu einnig sótt um styrki í starfsþjálfun eða sameinað gestakennslu og starfsþjálfun í sömu ferð. Þátttaka í ráðstefnum er ekki styrkt. Ef helgi brýtur upp dvölina, er ekki sjálfgefið að helgardagarnir séu styrktir. Það þarf að vera ljóst að nauðsynlegt sé að dvölin nái yfir helgi. Erasmus+ samstarfssamningur (Erasmus+ institutional agreement) milli Háskóla Íslands og gestaskóla þarf að vera fyrir hendi ef um gestakennslu er að ræða. Byrja skal á því að fylla út kennslu- eða starfsþjálfunaráætlun (Mobility agreement) eftir því sem við á. Fá undirskriftir á hana og síðan er hún hengd við rafrænu umsóknina. Fyrir umsóknarfrestinn er nóg að umsækjandi og næsti yfirmaður skrifi undir, undirskrift móttökuaðila má koma síðar. Til hliðsjónar skal hafa "Gæðaskala sem er notaður við mat umsókna". Sjá að neðan. Mikil áhersla er lögð á gæði umsókna í Erasmus+ áætluninni og verða kennaraskiptin eða starfsþjálfunin að hafa skýra tenginu við markmið og starf deildar/einingar. Yfirmaður umsækjanda skrifar undir kennslu- eða starfsþjálfunaráætlun (mobility agreement) og er með því að samþykkja að dvölin sé hluti af starfi og stefnu deildar eða námsbrautar. Lýsing á tilgangi, innihaldi og dagskrá dvalar þarf að vera nákvæm og vel unnin. Athygli er vakin á því að meirihluti styrkja á að fara til akademískra starfsmanna. Rafræn umsókn 2020-2021Rafræn umsókn 2019-2020 Gæðaskali sem er notaður við mat umsóknaEyðublað fyrir kennsluáætlunEyðublað fyrir starfsþjálfunaráætlunStyrkupphæðir Viðbótarstyrkur vegna fötlunar Styrkir til starfsþjálfunar Kennarar og stjórnsýslufólk geta sótt um styrki til að fara í starfsþjálfun í þátttökulöndum Erasmus+ s.s. með þátttöku í fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfskynningum (job shadowing) eða skipulögðum heimsóknum til samstarfsskóla. Þátttaka í ráðstefnum er ekki styrkt. Ferð skal vera 2-60 dagar. Ef helgi brýtur upp dvölina, er ekki sjálfgefið að helgardagarnir séu styrktir. Það þarf að vera ljóst að nauðsynlegt sé að dvölin nái yfir helgi. Vakin er athygli á að um er að ræða styrki til einstaklinga en ekki til hópa og hámark styrkþega í sömu ferð eru tveir frá hverri einingu/deild. Einstakar deildir/einingar eiga kost á því að sækja um staka styrki í nafni deildar vegna ferða sem ekki hefur verið ákveðið hver muni fara í, en tilgangur ferðarinnar er skýr. Ein umsókn þarf að vera fyrir hverja ferð. Eftir að búið er að ákveða hver fer fyrir deildina/eininguna er styrkurinn skráður á viðkomandi einstakling. Byrja skal á því að fylla út starfsþjálfunaráætlun (Mobility agreement). Fá undirskriftir á hana og síðan er hún hengd við rafrænu umsóknina. Fyrir umsóknarfrestinn er nóg að umsækjandi og næsti yfirmaður skrifi undir, undirskrift móttökuaðila má koma síðar. Til hliðsjónar skal hafa "Gæðaskala sem er notaður við mat umsókna". Sjá að neðan. Mikil áhersla er lögð á gæði umsókna í Erasmus+ áætluninni og verður starfsþjálfunin að hafa skýra tenginu við markmið og starf deildar/einingar. Yfirmaður umsækjanda skrifar undir starfsþjálfunaráætlun (mobility agreement) og er með því að samþykkja að dvölin sé hluti af starfi og stefnu deildar/einingar. Lýsing á tilgangi, innihaldi og dagskrá dvalar þarf að vera nákvæm og vel unnin. Rafræn umsókn 2020-2021Rafræn umsókn 2019-2020 Gæðaskali sem er notaður við mat umsóknaEyðublað fyrir starfsþjálfunaráætlunStyrkupphæðir Viðbótarstyrkur vegna fötlunar Styrkir til gestafyrirlesara úr atvinnulífinu Háskólar geta boðið fulltrúum fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka í öðrum þátttökulöndum Erasmus+ að sinna gestakennslu fyrir nemendur í sínum skóla í einn til 12 daga (hámark 14 dagar styrktir með ferðadögum). Byrja skal á því að fylla út kennsluáætlunina, fá undirskriftir á hana og síðan er hún hengd við rafrænu umsóknina. Fyrir umsóknarfrestinn er nóg að umsækjandi og næsti yfirmaður skrifi undir, undirskrift móttökuaðila má koma síðar. Mikil áhersla er lögð á gæði umsókna í Erasmus+ áætluninni og verða kennaraskiptin eða starfsþjálfunin að hafa skýra tenginu við markmið og starf deildar/einingar. Rafræn umsókn 2020-2021Rafræn umsókn 2019-2020 Leiðbeiningar um gerð umsókna um "Incoming staff from enterprise to teach"Kennsluáætlun fyrir "Incoming staff from enterprise to teach" Styrkupphæðir Viðbótarstyrkur vegna fötlunar Ferli áður en farið er utan Kennslu- eða starfsþjálfunaráætlun og afrit af flugfarseðli Styrkhafi sendir inn afrit af flugfarseðli. Bent er á að ferðastyrkur er föst upphæð sem fer eftir áfangastað og því getur verið mikilvægt að panta flug (og lest) með góðum fyrirvara. Áður en styrkur er endanlega reiknaður út, skal styrkhafi senda inn fullundirritaða kennslu- eða starfsþjálfunaráætlun eftir því sem við á. Ef einhverjar breytingar hafa orðið á fyrirhugaðri dvöl, frá því að umsókn var send inn, gæti verið nauðsynlegt að útbúa nýja áætlun og fá undirskrift á hana. Koma þarf skýrt fram hversu margir dagar (án ferðadaga) eru fyrirhugaðir við gestastofnun og einhver virkni koma fram alla dvalardagana. Undirrituð áætlun má vera skönnuð. Dagpeningar eru reiknaðir út frá fjölda daga við gestastofnun + einn til tveir ferðadagar, eftir því sem við á. Erasmus+ styrksamningur Þegar fullundirrituð kennslu eða starfþjálfunaráætlun og afrit af flugfarseðli hefur verið sent til Skrifstofu alþjóðasamskipta, fær styrkhafi sendan Erasmus+ styrksamning í tölvupósti. Prenta skal hann út í tveimur eintökum, undirrita bæði eintökin (frumrit) og koma þeim til Alþjóðasviðs, t.d. í innanhússpósti. Erasmus+ styrksamningurinn á að vera undirritaður fyrir brottför. Styrkhafi fær síðan annað eintakið af samningnum eftir að alþjóðafulltrúi á Alþjóðasviði hefur skrifað undir hann. Geymið samninginn, gott að hafa hann við hendina þegar lokaskýrsla er gerð og einnig þegar styrkurinn er talinn fram til skatts. Greiðsla styrks Þegar þessu er lokið getur greiðsla styrksins farið fram. Ef öll gögn eru móttekin ætti að vera hægt að greiða styrkinn út tveimur til þremur mánuðum fyrir brottför. Hafa skal í huga að það getur tekið tíma að greiða út styrk eftir að Alþjóðasvið hefur móttekið undirritaðan samninginn. Styrkurinn er allur greiddur út í einu lagi. Staðfesting á dvöl Styrkhafi tekur með sér eyðublaðið staðfesting á dvöl til undirritunar hjá gestastofnun og skilar undirrituðu frumriti að dvöl lokinni. Lokaskýrsla Eftir dvöl fær styrkhafi sent lokaskýrsluform í tölvupósti sem skila skal inn ekki seinna en viku eftir heimkomu. Skattframtal Styrkurinn er framtalsskyldur en telja skal fram kostnað á móti og er þá ekki greiddur skattur af styrknum. Geyma skal allar kvittanir. Erasmus+ skipulagsskrá (Charter) vegna æðri menntunar 2014-2020 emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.