Skip to main content

Erasmus+ styrkir fyrir starfsfólk

""

Erasmus+ er menntaáætlun Evrópusambandsins og gerir akademísku starfsfólki og starfsfólki í stjórnsýslu HÍ kleift að sækja um styrki til gestakennslu eða starfsþjálfunar/heimsókna í þátttökulöndum Erasmus+. Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri 2026 er 15. maí 2026
Umsóknarfrestur fyrir vor og sumar 2027 er 15. nóvember 2026  

Umsóknum fyrir ferðir á þessum tímabilum er aðeins svarað eftir umsóknarfrest. 
Umsóknir sem berast fyrir frest fá forgang. Tekið er við umsóknum eftir umsóknarfresti sem er þá svarað jafn óðum, en styrkjum er þá einungis úthlutað ef nægt fjármagn er til. Æskilegt er að umsóknir berist til Alþjóðasviðs minnst 8 vikum fyrir áætlaða brottför og umsóknum sem berast innan 4 vikna frá áætlaðri brottför verður synjað. 

Rafræn umsókn

Tækifæri fyrir starfsfólk

Umsóknarferlið

Brottför og heimkoma

Stuttar heimsóknir til HÍ 

Það berast margar beiðnir um heimsóknir til HÍ í gegnum Erasmus+ áætlunina en einnig í gegnum aðrar áætlanir s.s. Nordplus og Uppbyggingarsjóð Evrópusambandsins (EEA grants). Í Uglunni er að finna gagnlegar upplýsingar um skipulag og framkvæmd slíkra heimsókna en þær fara ekki í gegnum Alþjóðasvið.

Erasmus+ skipulagsskrá (Charter) vegna æðri menntunar 2021-2027