Skip to main content

Erasmus+ styrkir innan Evrópu

Erasmus+ styrkir innan Evrópu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Erasmus+ er menntaáætlun Evrópusambandsins og gerir starfsfólki HÍ kleift að sækja um styrki til gestakennslu eða starfsþjálfunar í þátttökulöndum Erasmus+. Þátttökulönd eru Evrópusambandslöndin 27, Efta löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Tyrklands, Norður-Makedóníu og Serbíu. Bretland er ekki lengur aðili að Erasmus+ en það er hægt að sækja um ferðastyrki til Bretlands í 2020-2021 umsóknarlotuna. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2021. Hægt er að senda inn umsóknir eftir frestinn. Ferð skal farin á tímabilinu september 2021 til og með september 2022. Möguleiki er að sækja um styrk fyrir ferðir á vormisseri 2021 og fram á haust. Hafa skal samband við Alþjóðasvið þar um.

Ferli áður en farið er utan