Viltu verða leikskólakennari? | Háskóli Íslands Skip to main content

Viltu verða leikskólakennari?

Leikskólakennarafræði er fimm ára nám. Markmið námsins er að nemar öðlist yfirsýn og skilning á menntahlutverki leikskóla og starfsemi þeirra, kenningum um uppeldi og menntun ungra barna og þjálfist sem fagmenn í leikskólastarfi. Í náminu er lögð áhersla á grunnþætti menntunar, námssvið leikskóla, leik sem megin náms- og þroskaleið og réttindi barna.

Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Menntunarfræði leikskóla er meistaranám ætlað þeim sem hafa lokið bakkalárprófi sem tengist uppeldisfræði eða námssviðum leikskólans. Námið veitir leyfisbréf til starfa í leikskóla.

Í meistaranámi geta nemendur valið á milli sjö námssviða: Forysta, skólaþróun og mat á skólastarfi, grunnþættir og gildi, menntunarfræði og leikskólastarf, nám, listir og sköpun, menntun án aðgreiningar og upplýsingatækni í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í leikskóla.

Einnig er hægt að taka 120 eininga grunndiplómu í leikskólafræði. Að loknu námi getur nemandi útskrifast með diplómu og sótt um áframhaldandi nám til bakkalárgráðu í leikskólakennarafræði.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.