Skip to main content

Kynjafræði, doktorsnám

Kynjafræði

210 einingar - Ph.D. gráða

. . .

Stjórnmálafræðideild býður upp á doktorsnám í kynjafræði. Doktorsnemar skulu hafa lokið meistaraprófi frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi.  Doktorsnám er a.m.k. þriggja ára fullt nám. Sé námið stundað að hluta getur það tekið allt að fimm árum.

Námið

Um er að ræða þriggja til fjögurra ára fræðilegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í kynjafræði við  félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Námið er 180e- 240e og er fullgilt próf til prófgráðunnar philosophiae doctor, PhD. Inntökuskilyrði er rannsóknatengt MA-próf eða sambærilegt próf að jafnaði með fyrstu einkunn. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistaragráða eða sambærilegt nám með fyrstu einkunn.

Hvað segja nemendur?

Ragnheiður Davíðsdóttir
Þorsteinn Einarsson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kynjafræði

Ég ákvað að fara í meistaranám í kynjafræði af því að ég ólst upp með kynjagleraugun og þetta sjónarhorn hefur alltaf verið hluti af minni sýn bæði í námi og starfi. Í náminu hefur verið ótrúlega gefandi að kynnast nýjum sjónarhornum og öðlast fræðilega þekkingu um margt það sem ég hef brotið heilann um nær allt mitt líf. Ég finn hvernig ég hef vaxið í kynjafræðinni. Þar hefur áhersla verið lögð á að hugsa út fyrir boxið, kynnast nýjum sjónarhornum, rannsóknarhugmyndum og samfélagsstraumum. Ég hef kynnst frábæru samstarfsfólki bæði hér á landi og erlendis. Kennararnir eru fyrsta flokks, knúnir áfram af áhuga, sérþekkingu og metnaði um kennsluna. Deildin er náin, sveigjanleg og heldur vel utan um hvern nemanda og ólíkar námsþarfir. Þetta er gefandi, hagnýtt og skemmtilegt nám. Umfram allt skerpir námið gagnrýna hugsun og fyllir nemendur eldmóði til að bæta og breyta samfélaginu sem við tilheyrum. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Image result for facebook logo Facebook

Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.