Jafnréttismál, jafnrétti, | Háskóli Íslands Skip to main content

Jafnréttismál, jafnrétti,

Jafnréttismál

Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu, og er jafnrétti eitt af þremur megin gildum í stefnu Háskólans.

Háskóli Íslands starfar eftir jafnréttisáætlun sem ætlað er að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki jafnan rétt innan háskólasamfélagsins.

Jafnrétti í kennslu: Gátlisti

Á vef jafnréttismála í Háskóla Íslands má meðal annars finna upplýsingar og gátlista fyrir kennara um samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu.

Hugmyndin um samþættingu jafnréttissjónamiða gerir ráð fyrir því að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í daglegt starf. Kennsla og rannsóknir eru meginþættir starfsemi Háskóla Íslands og mikilvægt að jafnréttissjónarmiða gæti þar. Í gátlistanum er sjónum beint að því hvernig best sé að flétta jafnréttissjónarmið inn í kennslu.

Jafnrétti í kennslu – Gátlisti fyrir kennara

Hafðu samband

Nánari upplýsingar um jafnréttisstarf Háskólans má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið jafnretti@hi.is