Skip to main content

Jafnréttismál, jafnrétti

Jafnréttisdagar 14.-18. febrúar 2022

Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu. Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands.

Jafnrétti í kennslu: Gátlisti

Á vef jafnréttismála í Háskóla Íslands má meðal annars finna upplýsingar og gátlista fyrir kennara um samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu.

Hugmyndin um samþættingu jafnréttissjónamiða gerir ráð fyrir því að stofnanir flétti sjónarmið jafnréttis inn í daglegt starf. Kennsla og rannsóknir eru meginþættir starfsemi Háskóla Íslands og mikilvægt að jafnréttissjónarmiða gæti þar. Í gátlistanum er sjónum beint að því hvernig best sé að flétta jafnréttissjónarmið inn í kennslu.

Jafnrétti í kennslu – Gátlisti fyrir kennara

Hafðu samband

Nánari upplýsingar um jafnréttisstarf Háskólans má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið jafnretti@hi.is