Framhaldsnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Framhaldsnám

Hjúkrunarfræðideild býður upp á fjölbreytt framhaldsnám sem opnar nýja möguleika fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu og á vettvangi háskóla. Hvort sem ætlunin er að starfa sem klínískur sérfræðingur, vísindamaður, kennari, stjórnandi eða leiðtogi veitir framhaldsnám þér tækifæri til að hafa áhrif á gæði og þróun heilbrigðis og velferðar fólks.

Nánari upplýsingar um námið m.a. í tveimur stuttum myndbandskynningum hér fyrir neðan af Fésbókarsíðu Hjúkrunarfræðideildar:

Kynning (myndband): Diplómanám og ljósmóðurfræði til starfsréttinda
Kynning (myndband): Meistaranám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði að loknu cand. obst. prófi

ATH: Eyðublað - stutt greinargerð sem fylgja þarf umsóknum um MS nám, diplómanám í svæfingarhjúkrun/skurðhjúkrun og ljósmóðurfræði til starfsréttinda.

Hjúkrunarfræðideild er í samstarfi við marga af fremstu háskólum heims. Lagður er metnaður í að bjóða framúrskarandi nám sem stenst ströngustu alþjóðlegar kröfur og eru útskrifaðir nemendur eftirsóttir starfsmenn.

Nemendur í framhaldsnámi fá tækifæri til að vinna að klínískum rannsóknum með fræðimönnum Hjúkrunarfræðideildar. Rannsóknirnar taka til alls æviskeiðs mannsins, heilsu og þróunar heilbrigðisþjónustu.

Námsleiðir í boði

 

 

 
Tengt efni
Upptaka frá fjarkynningu um framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.