Skip to main content

Háskólinn og samfélagið

Háskólinn og samfélagið var heitið á fyrirlestraröð sem rektor Háskóla Íslands hleypir af stokkunum á árinu 2018.

Viðfangsefni voru af ýmsum toga en áttu það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri.

Best fyrir börnin 2018

Í fundarröðinni sem fékk heitið „Best fyrir börnin“ var velferð barna og ungmenna í  brennidepli. Þar var meðal annars fjallað um þætti sem snerta velferð barna og ungmenna svo sem:

  • andlega líðan
  • hreyfingu
  • svefn
  • læsi
  • mataræði
  • samskipti

Markmiðið með fundaröðinni var að dýpka sýn almennings og fagfólks á vandamál og lausnir á mikilvægum samfélagslegum þáttum.  Einnig að  styðja fjölskyldur og samfélag í því að tryggja velferð barna og ungmenna.

Á fyrirlestrunum var stefnt saman virtum rannsakendum úr Háskóla Íslands og fagfólki víðar úr samfélaginu.  Allir frummælendur eiga það sameiginlegt að vinna með börnum og ungmennum. Alls var boðið upp á sex fyrirlestra á fyrri hluta árs 2018.

Upptaka af erindum í fundaröðinni og stutt myndbönd tengd henni er að finna hér að neðan.

Dagskrá: