Skip to main content

Nýsköpun - hagnýtum hugvitið

Nýsköpun - hagnýtum hugvitið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nýsköpun er undirstaða framfara og treystir samkeppnisstöðu landsins til langframa.

Í  fundaröð Háskóla Íslands, sem bar heitið „Nýsköpun - hagnýtum hugvitið“, var mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag umfjöllunarefnið.

Fjallað var um ferðalag hugmynda yfir í fullmótuð fyrirtæki eða afurð.  Hvernig íslenskt samfélag og stjórnvöld geta betur stutt við nýsköpunarstarf, fjármögnun frumkvöðlastarfs, tengsl og samstarf atvinnulífs og háskóla.

Þá var sjónum beint að þekkingarsamfélaginu sem er að rísa í Vatnsmýrinni.  Sérstaklega hugmyndafræði Vísindagarða sem ætlað er að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki, háskóla og stofnanir til að efla hagnýtingu rannsókna fyrir íslenskt samfélag.

Markmiðið með fundaröðinni var að eiga samtal um lausnir á mikilvægum samfélagslegum þáttum og áskorunum sem við glímum við á hverjum tíma. Í röðinni er stefnt saman virtum rannsakendum úr Háskóla Íslands og fagfólki og frumkvöðlum víðar úr samfélaginu sem eiga það sameiginlegt að vinna að nýsköpun í íslensku og alþjóðlegu samfélagi.

Dagskrá:

Upptökur frá fyrirlestrunum er hér fyrir ofan.