Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 7. mars 2024

3/2024

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2024, fimmtudaginn 7. mars var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Arnar Þór Másson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Davíð Þorláksson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Katrín Björk Kristjánsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Sigurður Tómasson (varamaður fyrir Katrínu Atladóttur), Silja Bára Ómarsdóttir, Vilborg Einarsdóttir, og Þorvaldur Ingvarsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson (á fjarfundi).

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að fundargerð síðasta fundar hefði verið samþykkt, undirrituð rafrænt og birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og greindi Sigurður Tómasson frá því að hann myndi ekki taka þátt í afgreiðslu dagskrárliðar 5. Silja Bára tók ekki þátt í afgreiðslu liðar 6a, Arnar Þór tók ekki þátt í afgreiðslu liðar 6c og Ólafur Pétur tók ekki þátt í afgreiðslu liða 6d og 6f. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ að öðru leyti og skoðast hann því samþykktur.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri í sameiginlegri stjórnsýslu, og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.

a.    Drög að rekstraruppgjöri Háskóla Íslands 2023.
Jenný Bára fór yfir drög að rekstraruppgjöri Háskóla Íslands og svaraði að því búnu spurningum.

b.    Fjárhagsáætlun Háskóla Íslands 2024, aðhald í rekstri, sbr. síðasta fund.
Rektor og Guðmundur R. gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi fjárhag Háskóla Íslands á árinu 2024. Fram kom m.a. að enn vantar um 200 m.kr. til að endar nái saman og vinnur fjármálanefnd að tillögum um aðhaldsaðgerðir til að ná jafnvægi í rekstri skólans. Málið var rætt ítarlega og svöruðu rektor og Guðmundur R. spurningum fulltrúa í háskólaráði. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

Jenný Bára vék af fundi.

3.    Framkvæmda- og byggingarmál.

a.    Málefni Fasteigna Háskóla Íslands ehf.
Inn á fundinn kom Daði Már Kristófersson, prófessor og formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands ehf. Daði Már og Guðmundur R. greindu frá stöðu mála og helstu verkefnum á vettvangi fasteignafélagsins. Málið var rætt.

Daði Már vék af fundi.

b.    Endurbætur og flutningur í Sögu. Staða mála.
Inn á fundinn komu Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, og Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs. Guðmundur R. og Kolbrún gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi endurbætur á Sögu og áformaðan flutning Menntavísindasviðs í húsið síðsumars. Málið var rætt.

Kolbrún og Kristinn viku af fundi.

c.    Nýbygging heilbrigðisvísindahúss. Staða mála.
Inn á fundinn komu Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor og starfsmaður framkvæmdanefndar vegna nýbyggingar fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands við Læknagarð og endurbóta á Læknagarði, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og starfandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs. Hákon Hrafn og Guðmundur R. greindu frá stöðu mála varðandi undirbúning byggingarinnar og tíma- og framkvæmdaáætlun. Málið var rætt og svöruðu Guðmundur R. og Hákon Hrafn spurningum.

Hákon Hrafn og Ingibjörg viku af fundi.

Kaffihlé.

4.    Málefni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., sbr. fund ráðsins 7. desember sl.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson, formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða, og Þórey Einarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri. Sigurður greindi frá stöðu mála og framtíðaráformum varðandi Vísindagarða, þ.m.t. fyrirhugaða byggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni. Málið var rætt.

Sigurður Magnús, Hrólfur og Þórey viku af fundi.

5.    Samgöngu- og bílastæðamál, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn kom Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og gerði grein fyrir framlagðri tillögu um fyrirkomulag reksturs bílastæða á lóð Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Kristinn spurningum. Brynhildur vék af fundi áður en málið kom til atkvæðagreiðslu.
– Samþykkt með átta atkvæðum að fela framkvæmda- og tæknisviði að vinna að því að hrinda framlagðri tillögu í framkvæmd. Katrín Björk Kristjánsdóttir greiddi atkvæði á móti tillögunni og Sigurður Tómasson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Katrín Björk lagði fram svohljóðandi bókun:

„Fulltrúar stúdenta vilja ítreka erindi sitt sem sent var með tölvupósti á meðlimi háskólaráðs í morgun 7. mars 2024. Telja fulltrúar stúdenta að samgöngu- og bílastæðamál sé mikið hagsmunamál stúdenta og stórt vandamál sem háskólinn þarf að takast á við.

Í erindisbréfinu er meðal annars bent á vandamálið sem skólinn stendur frammi fyrir, þ.e.a.s. of mikið af bílum, of mikil umferð, of mikil neikvæð umhverfisáhrif og of mikill kostnaður við rekstur á bílastæðum. Tillagan sem framkvæmda- og tæknisvið leggur fram á fundi háskólaráðs í dag teljum við ekki leysa neitt af framangreindum vandamálum.

Í ljósi þess að málið er veigamikið og kemur til með að hafa áhrif á öll þau sem sækja menntun, vinnu eða aðra þjónustu við Háskóla Íslands þykir stúdentum sérstaklega mikilvægt að vel sé unnið að verkefninu, með hagsmuni allra stúdenta í huga. Á undanförnum misserum hefur mætingu á háskólasvæðinu dvínað, óljóst er af hverju það stafar en víst er að ekki hlýst sama upplifun af því að stunda nám með lítilli mætingu eða algjörri fjarveru. Félagstengsl eru mikilvægur þáttur af háskólamenntun þó erfitt sé að mæla vægi þess, það væri því slæmt ef ákvarðanir háskólaráðs er varða bílastæðamál hefðu í för með sér frekari fækkun á háskólasvæðinu.

Fulltrúar stúdenta kjósa gegn þeirri tillögu sem er hér lögð til. Fram að þessu hefur það verið skilningur stúdenta að ekki verði hafin gjaldskylda án þess að stúdentum bjóðist mótvægisaðgerðir. Fulltrúum stúdenta þætti samræmast stefnu skólans betur að verja þeim fjármunum í að niðurgreiða vistvæna samgöngumáta, enda kosta umhverfismál pening.
Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir
Katrín Björk Kristjánsdóttir“

6.    Bókfærð mál.
a.    Fulltrúar í stjórn Fasteigna Háskóla Íslands ehf.

– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Fasteigna Háskóla Ísland ehf. eru Daði Már Kristófersson, prófessor, formaður, Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri í sameiginlegri stjórnsýslu, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor og fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði. Varamaður er Katrín Atladóttir, verkfræðingur og fulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í háskólaráði. Skipunartími þeirra er eitt ár. Silja Bára Ómarsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

b.    Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (Rhnet).
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. eru Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs, og Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs. Varafulltrúar eru Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri í sameiginlegri stjórnsýslu, Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild og aðstoðarrektor vísinda, og Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Skipunartími þeirra er eitt ár.

c.    Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Sprota ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn félagsins eru Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild og fv. aðstoðarrektor, Arnar Þór Másson, ráðgjafi og fulltrúi í háskólaráði, og Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild. Skipunartími þeirra er eitt ár. Arnar Þór Másson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

d.    Tillaga um að rektor skipi tilnefningarnefnd fyrir stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
– Samþykkt. Tilnefninganefnd fyrir stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. er skipuð Ingibjörgu Gunnarsdóttur, aðstoðarrektor vísinda, formaður, Ólafi Pétri Pálssyni, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild og varaforseta háskólaráðs, og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild. Ólafur Pétur Pálsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

e.    Ráðgefandi nefnd Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Ráðgefandi nefnd Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er skipuð Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, formaður, Snæbirni Pálssyni, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, Halldóri Pálmari Halldórssyni, forstöðumanni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Kristínu Ágústsdóttur, forstöðumanni Náttúrustofu Austurlands. Skipunartíminn er þrjú ár.

f.    Framkvæmdanefnd vegna nýbyggingar fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands við Læknagarð og endurbóta á Læknagarði.
– Samþykkt. Framkvæmdanefnd vegna nýbyggingar fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands við Læknagarð og endurbóta á Læknagarði er skipuð Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra í miðlægri stjórnsýslu Háskóla Íslands, formaður, Kristni Jóhannessyni, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, Ólafi Pétri Pálssyni, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild og varaforseta háskólaráðs Háskóla Íslands, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, aðstoðarrektor vísinda og starfandi forseta Heilbrigðisvísindasviðs [tímabundið í nefndinni uns ráðinn hefur verið forseti Heilbrigðisvísindasviðs í stað Unnar Þorsteinsdóttur sem látið hefur af störfum], fulltrúa Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Jónínu Björgu Halldórsdóttur, fulltrúa nemenda við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, og Hákoni Hrafni Sigurðssyni, prófessor við Lyfjafræðideild sem situr fundi nefndarinnar og starfar með henni. Einnig sitja fundi nefndarinnar þau Thorana Elín Dietz, mannauðsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs, Sigríður Sigurðardóttir, NLSH, og Helgi Davíð Ingason, NLSH. Ólafur Pétur Pálsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

g.    Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands (endurnýjun).
– Samþykkt.

h.    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga að breytingu á 94. gr. reglna nr. 569/2009 um að námsleiðin Þjónustustjórnun, MS fái nýtt heiti: Stjórnun og hönnun þjónustu, MS.
– Samþykkt.

i.    Frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði: Endurskoðun á reglum um Raunvísindastofnun Háskólans.
– Samþykkt.

j.    Frá lögfræðingi á skrifstofu rektors: Tillaga að breytingu á verklagsreglum um viðbrögð við ofbeldi og hótunum á vettvangi Háskóla Íslands. Verklagsreglurnar taki einnig til Endurmenntunar Háskóla Íslands.
– Samþykkt.

k.    Kæra nemanda til háskólaráðs.
– Samþykkt.

7.    Mál til fróðleiks.
a.    Upplýsingafundur rektors 20. febrúar 2024.
b.    Ávarp rektors við brautskráningu kandídata 23. febrúar 2024.
c.    Háskóladagurinn 2. mars 2024.
d.    Úthlutun úr Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands 2024.
e.    Fréttabréf Háskólavina 27. febrúar 2024.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.40.