Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 27. ágúst 2020

8/2020

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2020, fimmtudaginn 27. ágúst var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 12.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Einar Sveinbjörnsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Isabel Alejandra Díaz, Jessý Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur Pétur Pálsson og Siv Friðleifsdóttir. Fundinn sat einnig Magnús Diðrik Baldursson sem ritaði fundargerð.

1.    Nýtt háskólaráð skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Rektor setti fundinn og bauð fulltrúa í háskólaráði velkomna til starfa. Fjallað verður um dagskrá, starfshætti og starfsáætlun háskólaráðs með fullskipuðu ráði á næsta fundi.

2.    Tilnefning þriggja fulltrúa í háskólaráð og eins sameiginlegs varamanns fyrir þá, sbr. 4. tölul. 3. mgr. og 5. mgr. 6. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað. Rektor ræddi feril samráðs á meðal fulltrúa ráðsins um val viðbótarfulltrúanna og þau sjónarmið sem fram höfðu komið. Rektor bar síðan upp tillögu um að viðbótarfulltrúarnir þrír verði þau Ásthildur Margrét Otharsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Fyrir fundinum lágu ferilskrár þeirra allra. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma.

Þá bar rektor upp tillögu um að sameiginlegur varamaður þeirra þriggja verði Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Fyrir fundinum lá ferilskrá hans.
– Samþykkt einróma.

Nýtt háskólaráð fyrir tímabilið 2020-2022 er þá þannig skipað:

Aðalmenn:

•    Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins,
•    Ásthildur Margrét Otharsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, framkvæmdastjóri Veðurvaktarinnar ehf., fulltrúi tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra,
•    Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Isabel Alejandra Díaz, stjórnmálafræðingur og forseti Stúdentaráðs, fulltrúi kjörinn af heildarsamtökum stúdenta,
•    Jessý Jónsdóttir, iðnaðarverkfræðinemi, fulltrúi kjörinn af heildarsamtökum stúdenta,
•    Jón Ólafsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólaþingi,
•    Siv Friðleifsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, fulltrúi tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra,
•    Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði.

Varamenn:

•    Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri, varamaður fyrir Siv Friðleifsdóttur,
•    Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson,
•    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, varamaður fyrir Ásthildi Margréti Otharsdóttur, Guðvarð Má Gunnlaugsson og Vigdísi Jakobsdóttur,
•    Marinó Örn Ólafsson, hagfræðinemi, varamaður fyrir Jessý Jónsdóttur,
•    Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild á Félagsvísindasviði, varamaður fyrir Ingibjörgu Gunnarsdóttur,
•    Snædís Karlsdóttir, varamaður fyrir Einar Sveinbjörnsson,
•    Þórir Jónsson Hraundal, lektor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði, varamaður fyrir Jón Ólafsson,
•    Þórhallur Valur Benónýsson, laganemi, varamaður fyrir Isabel Alejandra Díaz.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 12.15