Sýning sem helguð verður forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttur verður opnuð í Loftskeytastöðinni við hlið Veraldar - húss Vigdísar á næsta ári samkvæmt viljayfirlýsingu stjórnvalda og Háskóla Íslands. Viljayfirlýsingin var undirrituð á hátíðarsamkomu í Hátíðasal Háskóla Íslands 17. júní sem haldin var í tilefni af 110 ára afmæli háskólans. Við athöfnina afhenti Vigdís Finnbogadóttir Háskóla Íslands muni frá forsetatíð sinni sem verða m.a. grundvöllur sýningarinnar. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.