Skip to main content
4. mars 2020

Viðbúnaðarstig hækkað í hættustig vegna Covid-19  

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar (COVID-19). Starfsmenn og stúdentar Háskóla Íslands eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins.

Starfsmenn og stúdentar eru beðnir að fylgjast sérstaklega vel með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Fólk ætti að takmarka ferðir sínar á þessi svæði en ef ekki verður hjá því komist þarf fólk að fara í sóttkví skv. leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og Landlæknis.

Þeir sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í 1700 og fá leiðbeiningar. Fólk er beðið að halda sig heima ef það veikist og koma ekki veikt í skólann. 
 
Gáið hvert að öðru, hvetjið fólk til að fara heim ef það virðist veikt og gáið sérstaklega að fólki sem hefur ekki neitt tengslanet á Íslandi.  

Vakin er sérstök athygli á viðbragðsáætlun Háskóla Íslands vegna Covid-19 veirufaraldursins.

 

Aðalbygging Háskóla Íslands