Skip to main content
7. júní 2016

Verðlaun fyrir grein hjá Records Management Journal

""

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsingafræði, hefur hlotið verðlaunin „Emerald Literati Network Awards for Excellence“ á sviði upplýsingafræði fyrir greinina „Government secrecy: Public attitudes toward information provided by the authorities“. Greinin birtist í Records Management Journal 2015. Greinin er hér.

Fjallað er um rannsókn sem gerð var 2012, þ.e. í tíð fyrrir ríkisstjórnar, um upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings á Íslandi. Kannað var hvort þátttakendur teldu að stjórnvöld leyndu mikilvægum upplýsingum um almannahagsmuni annars vegar og opinber útgjöld hins vegar sæju þau ástæður til þess. Könnunin grundvallaðist fræðilega á tengdum könnunum og gögnum um traust til stjórnvalda og áhrif upplýsingalaga á upplýsingagjöf.

Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að meginþorri svarenda taldi að upplýsingum væri leynt oft eða stundum. Þess má geta að greinin „Reasons for the poor provision of information by the government: Public opinion“ hefur verið samþykkt til birtingar í sama tímariti og kemur út á næstu vikum. Sú grein fjallar um svipað efni en byggist á opnum spurningum og viðtölum frá 2012-2015. Loks má nefna að Jóhanna er þessa dagana, í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ, að endurtaka könnunina frá 2012. Fróðlegt verður að sjá hvort breytingar hafa orðið á skoðunum þjóðarinnar hvað varðar upplýsingagjöf stjórnvalda, þ.e. á tímum núverandi ríkisstjórnar.

 

 

Jóhanna Gunnlaugsdóttir
""
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
""