Skip to main content
4. júlí 2022

Tuttugu og þrjú fá framgang í starfi

Tuttugu og þrjú fá framgang í starfi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tuttugu og þrír akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum skólans og starfar einnig við rannsóknasetur hans á landsbyggðinni.

Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakra framgangsnefnda hvers fræðasviðs sem afgreiða hvert mál til framgangs- og fastráðningarnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangs- og fastráðningarnefndar hverjum veita skuli framgang.

Að þessu sinni fá sjö framgang í starf prófessors, tólf í starf dósents, einn starfsmaður fær framgang í starf vísindamanns við Jarðvísindastofnun og við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands fær einn framgang í starf fræðimanns og tveir í starf vísindamanns.

Eftirtaldir starfsmenn fá framgang:
 

Félagsvísindasvið

Helga Ögmundardóttir í starf dósents við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Ólafur Rastrick í starf prófessors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Stefan C. Hardonk í starf dósents við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Þórhallur Örn Guðlaugsson í starf prófessors við Viðskiptafræðideild

Heilbrigðisvísindasvið

Gunnar Tómasson í starf dósents við Læknadeild
Halldóra Jónsdóttir í starf dósents við Læknadeild
Jón Þór Bergþórsson í starf dósents við Læknadeild
Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir í starf dósents við Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Marta Guðjónsdóttir í starf dósents við Læknadeild
Ólöf Guðný Geirsdóttir í starf prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild

Hugvísindasvið

Alda Björk Valdimarsdóttir í starf prófessors við Íslensku- og menningardeild
Katrín Axelsdóttir í starf dósents við Íslensku- og menningardeild
Sumarliði R. Ísleifsson í starf dósents við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði

Menntavísindasvið

Guðrún Sunna Gestsdóttir í starf dósents við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Róbert Jack í starf dósents við Deild faggreinakennslu
Sigríður Ólafsdóttir í starf dósents við Deild kennslu- og menntunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Bing Wu í starf prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Björn Karlsson í starf prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Ívar Örn Benediktsson í starf vísindamanns við Jarðvísindastofnun

Umhverfis- og auðlindafræði

Jón Geir Pétursson í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild/Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Halldór Pálmar Halldórsson í starf vísindamanns við Stofnun rannsóknasetra
Ragnar Edvardsson í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra
Soffía Auður Birgisdóttir í starf vísindamanns við Stofnun rannsóknasetra
Aðalbygging HÍ