Skip to main content
6. mars 2017

Styrkir til náms í leikskólakennarafræði

""

Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla hafa tekið höndum saman til að vinna að verkefni undir yfirskriftinni „Karlar í yngri barna kennslu“. Meginmarkmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að vekja athygli ungra karla á starfi kennara í leikskólum og hins vegar að fjölga þeim í starfi. Samstarfsaðilar hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands til að vinna að verkefninu.

Ákveðið hefur verið að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita þeim styrk að upphæð 1.000.000 kr. til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Nánari upplýsingar veita Arna H. Jónsdóttir, formaður leikskólabrautar við Háskóla Íslands (arnahj@hi.is), og Finnur Friðriksson, brautarstjóri kennarabrautar við Háskólann á Akureyri (finnurf@unak.is) .

Sækja um styrk

Leikskóli.