Skip to main content
3. júlí 2019

Rúmlega 20 fá framgang í starfi

Tuttugu og þrír akademískir starfsmenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra.

Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakrar framgangsnefndar en hún leitar álits hjá dóm- og framgangsnefndum hvers fræðasviðs. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum skuli veita framgang.

Flestir fá framgang í starf prófessors, eða 18, þrír frá framgang í starf dósents og þá fær einn starfsmaður framgang í starf fræðimanns og annar í starf vísindamanns innan stofnana skólans.

Að þessu sinni fengu eftirtaldir starfsmenn framgang:

Félagsvísindasvið

Viðar Halldórsson Viðar Halldórsson í starf prófessors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Hervör Alma Árnadóttir Hervör Alma Árnadóttir í starf dósents við Félagsráðgjafardeild
Kári Kristinsson Kári Kristinsson í starf prófessors við Viðskiptafræðideild
Sveinn Agnarsson Sveinn Agnarsson í starf prófessors við Viðskiptafræðideild

Heilbrigðisvísindasvið

Páll Biering Páll Biering í starf prófessors við Hjúkrunarfræðideild
Haukur Hjaltason í starf prófessors við Læknadeild
Kristjana Einarsdóttir Kristjana Einarsdóttir í starf prófessors við Læknadeild
Berglind Guðmundsdóttir í starf prófessors við Læknadeild.
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir Martha Ásdís Hjálmarsdóttir í starf prófessors við Læknadeild
Urður Njarðvík Urður Njarðvík í starf prófessors við Sálfræðideild

Hugvísindasvið

Elmar Geir Unnsteinsson Elmar Geir Unnsteinsson í starf fræðimanns við Hugvísindastofnun
Guðrún Theodórsdóttir Guðrún Theódórsdóttir í starf dósents við Íslensku- og menningardeild
Gísli Magnússon í starf prófessors við Mála- og menningardeild

Menntavísindasvið

Kristján Jóhann Jónsson Kristján Jóhann Jónsson í starf prófessors við Menntavísindasvið
Helga Rut Guðmundsdóttir Helga Rut Guðmundsdóttir í starf prófessors við Deild faggreinakennslu 
Sólveig Jakobsdóttir Sólveig Jakobsdóttir í starf prófessors við Deild faggreinakennslu
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Þuríður Jóna Jóhannsdóttir í starf prófessors við Deild faggreinakennslu
Svanborg Rannveig Jónsdóttir Svanborg Rannveig Jónsdóttir í starf prófessors við Deild menntunar og margbreytileika

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Björn Margeirsson Björn Margeirsson í starf dósents við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði - og tölvunarfræðideild
Rögnvaldur J. Sæmundsson Rögnvaldur J. Sæmundsson í starf prófessors við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
Benjamin David Henning Benjamin David Hennig í starf prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild
Sigurður Örn Stefánsson Sigurður Örn Stefánsson í starf prófessors við Raunvísindadeild
Unnar Bjarni Arnalds Unnar Bjarni Arnalds í starf vísindamanns við Raunvísindastofnun

Háskóli Íslands færir öllu þessu fólki hamingjuóskir með framganginn.

Aðalbygging Háskóla Íslands