Skip to main content
6. júlí 2022

Nýir sviðs- og deildarforsetar taka við og deildir fá ný nöfn

Nýir sviðs- og deildarforsetar taka við og deildir fá ný nöfn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þrettán nýir deildarforsetar tóku til starfa við Háskóla Íslands 1. júlí auk þess sem nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs hefur tekið við. Um leið fá tvær deildir skólans ný nöfn.

Félagsvísindasvið

  • Ólafur Rastrick tekur við sem deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar af Jónínu Einarsdóttur.
  • Hervör Alma Árnadóttir er nýr deildarforseti Félagsráðgjafardeildar og tekur við af Guðnýju Björk Eydal.
  • Eva Marín Hlynsdóttir er nýr deildarforseti Stjórnmálafræðideildar og tekur við af Maximilian Conrad.

Heilbrigðisvísindasvið

  • Unnur Þorsteinsdóttir er nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs en hún tekur við starfinu af Ingu Þórsdóttur.
  • Helga Bragadóttir tekur við af Herdísi Sveinsdóttur sem forseti Hjúkrunarfræðideildar sem framvegis heitir Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. 
  • Ragnar Pétur Ólafsson tekur við af Urði Njarðvík sem forseti Sálfræðideildar.

Hugvísindasvið

  • Gauti Kristmannsson tekur við sem forseti Íslensku- og menningardeildar af Torfa H. Tulinius. 
  • Sverrir Jakobsson tekur við sem deildarforseti Sagnfræði- og heimspekideildar af Steinunni J. Kristjánsdóttur en frá 1. júlí ber deildin nafnið Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.

Menntavísindasvið

  • Rannveig Björk Þorkelsdóttir er nýr forseti Deildar faggrreinakennslu en hún tekur við af Freyju Hreinsdóttur.
  • Þórdís Lilja Gísladóttir er nýr deildarforseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og tekur við af Ársæli Má Arnarssyni.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Andri Stefánsson er nýr forseti Jarðvísindadeildar og hann tekur við af Freysteini Sigmundssyni. 
  • Við Líf- og umhverfisvísindadeild tekur Snæbjörn Pálsson við sem deildarforseti af Önnu Dóru Sæþórsdóttur.
  • Lotta María Ellingsen tekur við sem deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar af Jóhannesi Rúnari Sveinssyni.
  • Lára Jóhannsdóttir er nýr formaður þverfræðilegrar námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði.
     
Deildar- og sviðsforsetar