Skip to main content
24. nóvember 2021

Ný ritröð um fornaldarsögur

Ný ritröð um fornaldarsögur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út eru komin fyrstu tvö bindin af ritröðinni Arfur aldanna eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan gefur út

Arfur aldanna er fjögurra binda verk sem fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í fyrsta bindinu, Handan Hindarfjalls, er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í evrópsku samhengi utan Norðurlanda fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum og sér í lagi er sótt í annála og aðrar fornar sagnfræðiheimildir en einnig söguljóð og fornminjar sem kunna að fela í sér myndrænar tilvísanir í söguefnið.

Í öðru bindinu, Norðvegur, er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í norrænu samhengi fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum er stuðst við fornminjar á borð við myndsteina, rúnasteina, útskurð í tré og vefnað en við sögu koma þó einnig sagnaritarar og skáld sem unnu með sagnaefnið í ritum sínum og kveðskap.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlýða á höfund lesa tvo kafla úr verkinu.