Skip to main content
16. maí 2022

María Ásdís sinnir stafrænum hugvísindum

María Ásdís sinnir stafrænum hugvísindum - á vefsíðu Háskóla Íslands

María Ásdís Stefánsdóttir Berndsen hefur verið ráðin í hálft starf á skrifstofu Hugvísindasviðs sem verkefnisstjóri stafrænna hugvísinda. Frá því í haust hefur María verið í hálfu starfi aðjúnkts í menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild þar sem hún kennir námskeið á sviði stafrænnar miðlunar, auk þess sem hún hefur starfað hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og verið sjálfstætt starfandi verktaki og ráðgjafi í ýmsum verkefnum tengdum vefmálum og stafrænum lausnum.

María er með BA próf í sagnfræði, viðbótardiplóma í upplýsingafræði og þekkingarmiðlun, MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og MS í stjórnun og stefnumótun. Hún hefur fjölbreytta reynslu úr vefgeiranum og var m.a. vefstjóri HÍ um árabil og sviðsstjóri upplýsinga og menntunar hjá Hafrannsóknastofnun 2017-2020. Þá starfaði hún hjá Hugvísindadeild árin 2002-2006.

María Ásdís Stefánsdóttir Berndsen