Skip to main content
12. janúar 2022

Lágmarksfjarlægð í kennslu- og lesrýmum er 1 metri 

Lágmarksfjarlægð í kennslu- og lesrýmum er 1 metri  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi meðfylgjandi tilkynningu á starfsfólk og stúdenta í dag (12. janúar 2022):

„Kæru nemendur og samstarfsfólk.

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna COVID-19. Í reglugerðinni er ein mikilvæg breyting frá fyrri reglugerð. Felst hún í því að viðhafa ber 2 metra fjarlægð í kennslu- og lesrýmum, en ef slík fjarlægð er ekki möguleg verður að lágmarki að hafa 1 metra fjarlægð og bera andlitsgrímur.
 
Reglur um verklega kennslu eru óbreyttar frá fyrri tilkynningu, þ.e. bera skal andlitsgrímur ef ekki er mögulegt að ná 2 metra fjarlægð.
 
Nýja reglugerðin tekur gildi núna á miðnætti, 13. janúar 2022

Kær kveðja,
Jón Atli Benediktsson, rektor“
 
 

Nemandi Á Háskólatorgi með grímu