Skip to main content
18. mars 2021

Kynningar á fjölbreyttu framhaldsnámi í HÍ á netinu

Kynningar á fjölbreyttu framhaldsnámi í HÍ á netinu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kynnir um hundrað námsleiðir í framhaldsnámi í streymi á netinu dagana 22.-26. mars. Þetta er í annað sinn sem skólinn býður upp á slíkar kynningar.

Sams konar námskynning fór fram í fyrra sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum og liður í því að gefa fólki, hvar sem það statt, tækifæri til að kynna sér það fjölbreytta framhaldsnám sem er í boði innan skólans. Því þarf ekki að víkja frá tölvunni eða smátækinu til þess að geta tekið ákvörðun um framtíðarnámið.

Umsóknarfrestur um framhaldsnám er til 15. apríl

Á fjarkynningunum verða veittar ítarlegar upplýsingar um samsetningu hverrar námsleiðar, inntökuskilyrði, fyrirkomulag lokaverkefna, atvinnumöguleika og margt fleira. 

Sérfræðingar námsleiða, deilda og fræðasviða Háskólans munu leiða þessar fjarkynningar sem verða í eftirfarandi röð:

Hér má finna yfirlit og slóð á allar kynningarnar 

Í heildina eru yfir tvö hundruð námsleiðir í boði í framhaldsnámi við Háskóla Íslands og opna þær leiðina að fjölbreyttum tækifærum í atvinnu- og þjóðlífi bæði á Íslandi og víða um heim.

Á vef skólans um framhaldsnám er hægt að sjá yfirlit yfir allar námsleiðir og mikilvæga þjónustu og stuðning sem skólinn veitir í tengslum við námsval.

nemendur á Háskólatorgi