Skip to main content
9. nóvember 2020

Kristinn nýr sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs HÍ

""

Kristinn Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands þar sem hann mun leiða vinnu við skipulag lóða Háskóla Íslands ásamt byggingum og rekstri á þeim.

Kristinn lauk BS-prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku og hefur verið ötull í að sækja sér þekkingu á sviði markaðs- og sölumála, samningatækni og orkumála á undanförnum árum.

Kristinn hefur áralanga reynslu af rekstri, stjórnun og upplýsingatækni. Hann hefur jafnframt kennt við Háskólann í Reykjavík og var um árabil formaður skólanefndar leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ.

Háskóli Íslands býður Kristinn velkominn til starfa.

Kristinn Jóhannesson