Skip to main content
9. maí 2022

Hvernig er framtíðar náms- og kennsluumhverfi háskóla?

Hvernig er framtíðar náms- og kennsluumhverfi háskóla? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Málþing um skipulag og hönnun námsumhverfa háskóla verður haldið í Stakkahlíð 11. maí næstkomandi kl. 9 – 12. Sænskur sérfræðingahópur í skipulagningu námsumhverfa heimsækir Háskóla Íslands. Í þessum hópi eru Marie Leijon frá Malmö-háskóla og Magnus Hansson og Anna-Eva Olsson frá Örebro-háskóla og kynnir hópurinn rannsóknir sínar og fyrri þróunarverkefni. 

Páll Ásgeir Torfason, deildarstjóri deildar starfrænna kennsluhátta á Kennslusviði HÍ, er einn þeirra sem heldur erindi. „Undanfarin misseri hafa orðið umtalsverðar breytingar á kennslu með nýjum áskorunum og möguleikum við nám og kennslu. Það er í mörg horn að líta þegar kennsla er skipulögð á ný eftir heimsfaraldur. Væntingar kennara og nemenda hafa breyst og við því þarf að bregðast. Háskóli Íslands ætlar með víðtæku samráði við háskólaborgara og sérfræðinga í hönnun kennslurýma að skrásetja samræmd viðmið um uppsetningu, notkun og rekstur þeirrar aðstöðu sem boðin er til kennslu. Viðmiðin ná meðal annars til húsnæðis, húsgagna, tæknibúnaðar og hljóðvistar,“ segir Páll.

Málþingið er skipulagt af Menntavísindasviði í samvinnu við kennslusvið HÍ. „Um þessar mundir erum við að undirbúa flutning sviðsins í Sögu sem stefnt er að árið 2024,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. „Sá flutningur felur í sér mikil tækifæri þegar kemur að því að þróa framúrskarandi náms-og kennsluaðstöðu á hjartasvæði skólans. Í samvinnu við kennslusvið buðum við aðilum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði til að koma til landsins og miðla sinni reynslu.“

Á málþinginu verða einnig flutt erindi um stefnumótunarvinnu sem nú er í gangi innan Háskóla Íslands og um framtíðarhorfur í menntamálum með áherslu á námsumhverfi. Í lokin verða umræður um þarfir okkar og væntingar með tilliti til námsumhverfa í framtíðinni. „Málþingið á miðvikudag er opið öllu háskólasamfélaginu. Ég vona að háskólafólk nýti tækifærið og mæti á þingið til skrafs og ráðagerða,“ segir Kolbrún að lokum. Málþingið fer fram á ensku.

Dagskrá
9.00 – 9.10: Kolbrún Þ. Pálsdóttir – Opening remarks.
9.10 – 10.00: Marie Leijon, Associate professor, Malmö University. Faculty of Education and Society - Teaching and learning in HE future learning spaces and the need for “didactic spatial competence” (DiSCo)
10.00 – 10.20: Coffee break.
10.00 – 10.45: Magnus Hansson, Senior lecturer, Örebro University School of Business – Experiences from developing learning environments and the workshop process
10.45 – 11.05: Páll Ásgeir Torfason, University of Iceland - Planning learning spaces at the University of Iceland
11.05 – 11.35: Tryggvi Thayer, Project manager University of Iceland – Learning spaces and the future of learning
11.35 – 12.00: Discussions
12.00 – 13.00: Lunch

Workshop / Opin vinnustofa í stofu H-207, Stakkahlíð
13.00 – 13.15 Magnus Hansson - Introduction to the workshop
13.15 – 14.30 Workshop
14.30 – 14.50 Coffee break
14.50– 16.00 Discussion, prioritization, summary and conclusion.

Öll velkomin.

Nemendur að störfum