Hugvísindaþing 2020 á netinu 18. og 19. september | Háskóli Íslands Skip to main content
15. september 2020

Hugvísindaþing 2020 á netinu 18. og 19. september

Hugvísindaþing verður haldið á netinu 18. og 19. september næstkomandi en því var frestað í mars síðastliðnum. Boðið verður upp á 22 málstofur um fjölbreytt viðfangsefni, þ.á m. konur og örnefni í fornsögum, samtöl við sýndarverur, íslenska vísindaskáldskaparmynd, hvítleikann í íslenskri samtímalist, annálaðan harðindakafla í Íslandssögunni, íslenska táknmálssamfélagið og sögur sem til þessa hafa rykfallið í handritageymslum.

Vegna kórónufaraldurs og samkomutakmarkana verður þingið haldið á netinu. Málstofur verða sendar út gegnum Facebook en vistaðar á YouTube-rás Hugvísindasviðs að þingi loknu. Gestir þingsins geta sent fyrirlesurum skriflegar spurningar og athugasemdir meðan á málstofu stendur og í nokkra stund að henni lokinni.

Dagskrá þingsins má finna á vef þess, hugvisindathing.hi.is

Hugvísindaþing 2020