Skip to main content
10. september 2020

Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarf á Breiðdalsvík

Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarf á Breiðdalsvík - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á dögunum undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, samstarfssamning um að efla rannsóknir í jarðfræði á Austurlandi og auka hlut þeirra verkefna Náttúrufræðistofnunar Íslands sem unnin eru í þeim landsfjórðungi.

Samningurinn tengist ákvörðun um að Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands taki við rekstri þeirrar starfsemi sem hingað til hefur verið undir merkjum Breiðdalsseturs ses á Breiðdalsvík en þar verður stofnað nýtt rannsóknasetur á sviði jarðfræði og málvísinda. Háskóli Íslands og Náttúfræðistofnun Íslands munu sameiginlega tryggja fjármögnun starfs verkefnisstjóra við rannsóknasetrið og þá stendur einnig til að ráða forstöðumann rannsóknasetursins sem jafnframt verður akademískur starfsmaður háskólans. Störfin tvö verða auglýst á næstu dögum.

"Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, undirrituðu samstarfssamning um að efla rannsóknir í jarðfræði á Austurlandi"