Tölvunarfræði
Tölvunarfræði
MS gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í tölvunarfræði fræðast nemendur meðal annars um áhrif tölvutækninnar á samfélagið og fá einnig reynslu af nýtingu hennar innan ýmissa sviða. Nemendur læra um möguleika tölva til að leysa verkefni og takmarkanir á leysanleika verkefna.
Nemendur geta valið á milli þriggja kjörsviða: Almenn tölvunarfræði, Máltækni og Netöryggi, sem snýst líka um tölvuöryggi.
Skipulag náms
- Heilsársnámskeið
- Mentor í SprettiV
- Haust
- Lokaverkefni
- SkammtadulritunVE
- Valið efni í vélaverkfræðiV
- Viðhald hugbúnaðarVE
- Gæðastjórnun í hugbúnaðargerðV
- GæðastjórnunVE
- ReiknigreindVE
- TímaraðagreiningV
- Greining á frammistöðu tölvukerfaV
- GervigreindV
- Gervigreind fyrir jarðarkönnun keyrt á ofurtölvumVE
- Hagnýtt línuleg tölfræðilíkönV
- Inngangur að gagnaöryggiV
- Öryggisverkfræði fyrir upplýsingainnviðiVE
- Netárekstrar, netöryggisofbeldi og verkfræði, upplýsingainnviðir á landsvísuVE
- Frá hugmynd að veruleikaVE
- Samskipti manns og tölvuV
- Dreifð kerfiV
- Inngangur að djúpum tauganetumV
- Reiknirit í lífupplýsingafræðiVE
- TölvugrafíkV
- Nýsköpunar- og frumkvöðlafræðiV
- Nytsemi friðhelgis og öryggisV
- Skýjaforritun og stórgögnV
- Forritun snjalltækjaV
- Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynningV
- Vor
- Málstofa meistaranema
- Lokaverkefni
- Undirstöður internetsinsV
- Prófun hugbúnaðarV
- Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (II)V
- Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I)V
- Forritun ofurtölvaV
- Lífsferill gervigreindarlausnaV
- Málstofa í gervigreindVE
- ÞýðendurVE
- Frá hugmynd að veruleika IIVE
- Rökstudd forritunV
- Grundvallaratriði í aðferðum siðferðislegra hakkaraV
- Stjórnkerfi InternetsinsV
- Reiknirit í lífupplýsingafræðiV
- Óháð misseri
- Örugg hugbúnaðargerðV
- Hagnýt dulritunarfræðiV
Mentor í Spretti (GKY001M)
Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.
Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.
Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað. Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.
Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur
Lokaverkefni (TÖL431L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 30 eða 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur heildar undirbúningur og vinna lokaverkefnis eitt til tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
- Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn (prófi).
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt.
- Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað verkfræðilegt hönnunarverkefni/rannsóknarspurningu
- Greint og leyst verkfræðileg verkefni á sérhæfðu sviði.
- Framkvæmt vandaða heimildaöflun og heimildarýni.
- Sýnt frumkvæði og sjálfstæða skapandi hugsun.
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Unnið úr niðurstöðum, greint óvissuþætti og takmarkanir og túlkað niðurstöður.
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
Skammtadulritun (TÖL113F)
Í námskeiðinu er farið í notkun skamtatölva sér í lagi í tengslum við tölvuöryggi og dulritunarfræði. Skammtatölvur munu valda byltingu í dulritun, vegna þess að dulritunarkerfi sem byggja á flækjustigi reiknirita verða úrelt. Í þess stað koma svonefnd skammtaörugg dulritunarkerfi.
Valið efni í vélaverkfræði (VÉL049F)
Farið er yfir valið efni í rannsóknum og þróun í vélaverkfræði. Umfjöllunarefni er breytilegt milli ára.
Nemendur hafa samband við kennara og námsbrautarformann varðandi skráningu í námskeiðið.
Viðhald hugbúnaðar (HBV103M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár (í haust þegar ártalið er oddatölu en mun breyta frá og með 2024)
The first part of the course is based on flipped-classroom style weekly reading, videos and assignments on:
- Evolution of Software and Lehman’s laws,
- Maintenance processes,
- Metrics useful for maintenance,
- Software analysis,
- Re-engineering,
- Reverse engineering,
- Code Smells & Refactoring,
- Basics of (Regression-)Testing,
- Design principles to support change & Design Patterns,
- Tools for software maintenance (including advanced features of an IDE).
In the second part of this course, these techniques will be applied in order to maintain a real legacy software written in Java.
Note: while this is an "M" course, it is rather on MSc. level. BSc. students who take this course need to be advanced in their BSc. studies and you need solid Java programming experience: we will maintain a complex software and being able to understand how such a grown software works and to fix bugs is even more difficult to write such a software from scratch. Hence, you should have passed HBV501G Software Project 1, preferably even HBV601G Software Project 2. (It is impossible to maintain a software if you would not even be able to develop it.) Also, BSc. students should not take this course, if they know that they are going to continue with MSc. studies, because they might then experience a lack of suitable courses in their MSc. studies.
Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð (HBV505M)
The course is based on flipped-classroom style weekly reading, videos and assignments on software quality management-related aspects of the Software Development Life Cycle (SDLC) and by covering some parts of DevOps also Application Lifecycle Management (ALM). In parallel to theoretical concepts, the application of source code-centric tools relevant for quality management is trained by applying them to a codebase throughout the course using the ALM tool GitLab. The concepts and tools are independent from a particular software development process and cover:
- Software Quality Foundations, Software Quality Models.
- Configuration management (CM) and traceability:
- Version management (e.g. Git),
- Change management (e.g. issue tracker),
- Build management (e.g. Maven),
- Release management
- Continuous integration (CI) (e.g. using GitLab pipelines).
- Integrating testing into a CI pipeline (e.g. using JUnit).
- Reviews (e.g. tool-based code review)
- Static analysis (e.g. SonarCloud)
- Metrics for quality management (product and process metrics).
- Quality standards:
- Software Life Cycle Processes,
- Software Process Improvement and maturity assessment (e.g. CMMI).
- Using a Wiki to create a quality plan and other documentation.
Students chose their own codebase (e.g. from the Software Project 1 or 2 course) to which they apply the concepts and tools tought in this course. While the teaching material and tools assumes Java as programming language, students are welcome to use a codebase in another programming language.
Software quality in agile development processes is covered by student presentations at the end of the course.
Note: while this is an "M" course, it is rather on MSc. level. BSc. students who take this course need to be advanced in their BSc. studies and you need Java programming experience. Hence, you should have passed HBV501G Software Project 1, preferably even HBV601G Software Project 2.
Also, BSc. students should not take this course, if they know that they are going to continue with MSc. studies, because they might then experience a lack of suitable courses in their MSc. studies.
Gæðastjórnun (IÐN101M)
Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.
Reiknigreind (IÐN102M)
Við hönnun á greind kerfa er þörf fyrir sjálfvirk kerfi sem læra að taka góðar ákvarðanir. Í námskeiðinu er kynnt fyrir nemendum reiknirit sem endurbætast sjálfvirkt með reynslu. Þessi reiknirit þurfa enga leiðsögn aðra en umbun fyrir teknum ákvörðunum. Hugmyndafræði er kölluð styrkingalærdómur (e. reinforcement learning) og er snertiflötur ólíkra fræða; aðgerðgreiningu, gervigreind og stýritækni. Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa færni í að setja upp, greina og leysa stærðfræðileg líkön sem standa fyrir ákvörðunarverkefnum. Tekin eru fyrir Markov-ákvörðunarferli, kvik-bestun, Monte-Carlo aðferðir, ákvörðunarstefnur, áætlanagerð og trjáleit, ásamt djúpum tauganetum. Nemendur kynnast einnig forritunarmálinu Python.
Tímaraðagreining (IÐN113F)
Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.
Greining á frammistöðu tölvukerfa (REI503M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár.
Námskeiðið fjallar um gerð líkana af tölvu- og samskiptakerfum auk mælinga á frammistöðu. Stór dreifð tölvukerfi afgreiða þjónustubeiðnir (t.d. vefsíðufyrirspurnir) samhliða til að lágmarka svartíma og hámarka ánægju notenda. Aðrir mælikvarðar á frammistöðu eru afköst (afgreiddar beiðnir á tímaeiningu) og uppfylling samkomulags um þjónustustig. Meðal námsefnis eru stærðfræðilegar aðferðir til að meta og skilja slík kerfi, bæði veikleika þeirra og styrkleika, til dæmis varðandi hönnun, verkröðunaraðferðir og rekstrarstefnur. Umfjöllunin byggir á aðferðum aðgerðagreiningar, sér í lagi biðraðafræði og Markov-ferlum (fyrirfram þekking á þessum aðferðum er ekki krafa).
Eindregið er mælt með mætingu í tíma.
Gervigreind (REI505M)
Fjallað er um hugtök, aðferðir og reiknirit á sviði gervigreindar, með áherslu á studdan og óstuddan lærdóm. Forvinnsla og myndræn framsetning gagna. Mat á gæðum líkana og val á líkönum. Línuleg aðhvarfsgreining, næstu nágrannar, stoðvigravélar, tauganet, ákvarðanatré og safnaðferðir. Djúpur lærdómur. Þyrpingagreining og k-means aðferðin. Nemendur útfæra einföld reiknirit í Python og læra á sérhæfða forritspakka. Námskeiðinu lýkur með hagnýtu verkefni.
Gervigreind fyrir jarðarkönnun keyrt á ofurtölvum (REI506M)
Í þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði fjarkönnunar með gervitunglum, aðferðir á sviði tölvusjónar sem byggja á djúpum tauganetum og hagnýtingu slíkra aðferða með ofurtölvum.
Námskeiðinu er skipt í fjóra hluta sem endurspegla þau fræðilegu hugtök sem farið er yfir í námskeiðinu og í hverjum hluta vinna nemendur verkefni sem tengist viðfangsefninu hverju sinni. Verkefnin tengjast öll fjarkönnun og myndaflokkun og nemendur vinna að verkefninu í gegnum misserið.
Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)
Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.
Inngangur að gagnaöryggi (TÖL029M)
This course provides the foundation for understanding the key issues associated with protecting information assets, determining the levels of protection and response to security incidents, and designing a consistent, reasonable information security system, with appropriate intrusion detection and reporting features. The purpose of the course is to provide the student with an overview of the field of information security and assurance. Students will be exposed to the spectrum of security activities, methods, methodologies, and procedures. Coverage will include inspection and protection of information assets, detection of and reaction to threats to information assets, and examination of pre- and post-incident procedures, technical and managerial responses and an overview of the information security planning and staffing functions. Topics include risk assessment, authentication, securing web, application security, privacy and data protection, introduction to cryptography, security architecture, firewalls and other devices and network topologies.
Öryggisverkfræði fyrir upplýsingainnviði (TÖL106M)
Þetta námskeið miðar að því að bjóða upp á handhæga kynningu á grunnatriðum þess að skapa og stýra áreiðanlegum, flóknum innviðum upplýsingakerfa á landsvísu.
Námskeiðið er hugsað til að hjálpa háskólanemum að læra að skipuleggja, byggja upp, reka og vernda þessa innviði fyrir mistökum og ógnum.
Við skoðum líka ýmsar aðferðir á sviði netöryggis til að hjálpa þeim sem bera ábyrgð á þessum innviðum-frá stefnumótandi aðilum til netöryggissérfræðinga-að koma á aðgerðum sem auka viðnámsþrótt þeirra.
Á námskeiðinu verður fjallað um tölvuógnargreind og tilraunanotkun á opnum hugbúnaði og gervigreindartóli, ChatGPT.
Netárekstrar, netöryggisofbeldi og verkfræði, upplýsingainnviðir á landsvísu (TÖL107M)
Á þessu þverfaglega námskeiði er farið yfir ýmislegt sem tengist tækni og netöryggi. Farið er bæði yfir þá tækni sem er til staðar og þá tækni sem er í þróun, sem og stefnur sem stýra sviðum eins og eftirliti á netinu, nethernaði og stafrænum ógnum. Á námskeiðinu er farið yfir ýmis tæknileg hugtök, þar á meðal innlend upplýsingakerfi, internetið, hulduvefinn, netkerfi og skynjaratækni og vaxandi þróun Internets hlutanna.
Við munum einnig kafa ofan í sögu átaka á netinu, skoða helstu atburði og hvernig þeir hafa mótað stefnur á alþjóðavettvangi og í einstökum ríkjum. Við munum fjalla um grundvallaratriði öryggistækninnar, með áherslu á að búa til kerfi sem eru örugg frá upphafi.
Við munum einnig skoða hernaðarlegar og borgaralegar aðferðir og draga lærdóm af því hvernig netrekstur hefur verið notaður í átökum í fortíðinni, hvernig hann er nýttur í dag og hvernig hann gæti nýst í framtíðinni.
Frá hugmynd að veruleika (TÖL109F)
Námskeiðið hefur verið í þróun í rúman áratug undir nafninu „Tölvukerfi og markaðsmál“.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum kennara og einstaklings- og hópverkefnum sem hjálpa nemendum að hugsa út fyrir kassann. Kennari mun segja frá reynslu sinni af því að gera hugmynd að veruleika og mun hann ekki síður tala um þau mistök sem hafa verið gerð en það sem hefur heppnast.
Lokaverkefni námskeiðsins er viðskiptaáætlun sem varin er munnlega fyrir prófdómara. Viðskiptaáætlunin fjallar um hugmynd nemenda og hvernig hann vill hrinda henni í framkvæmd.
Samskipti manns og tölvu (TÖL502M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár.
Markmið námskeiðsins er að leyfa nemendum að kafa dýpra í einstaka afmarkaða þætti í samskiptum manns og tölvu heldur en gert er námskeiðinu Viðmótsforritun HBV201G sem er inngangsnámskeið í faginu. Þættirnir eru hönnun notendaviðmóta með frumgerðum, forritun snjalltækja og viðtaka notenda á hugbúnaðinum. Lögð verður áhersla á mismunandi tækni og tól til að gera frumgerðir. Áhersla er á hönnun notendaviðmóta og útfærsla þeirra í snjallsíma eða spjaldtölva (native). Þróunarferli miðast allt við að tryggja aðgengileika búnaðarins og viðtöku notenda. Nemendur vinna að litlum einstaklingsverkefnum en einnig að stærri verkefnum í hópum.
Dreifð kerfi (TÖL503M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár.
This course covers concepts of distributed systems and their application. Besides foundations on characteristics and models of distributed systems, networking and security, this includes network-based low-level interprocess communication, high-level remote procedure calls, the distributed object model and remote method invocation, services relevant in distributed systems (such as name services or distributed file systems), selected topics of distributed algorithms and their implementation (such as coordination, agreement, time, replication). Furthermore, special types of distributed systems may be covered (such as peer-to-peer systems, Cloud and Grid computing). Current technologies (such as Java RMI, Web Services, gRPC) are used as case study and as platform for developing distributed applications using high-level programming languages (such as Java).
Note: while this is an "M" course, it is rather on MSc. level. BSc. students who take this course need to be advanced in their BSc. studies. (E.g. we will implement middleware in Java, so you should have programming experience well beyond "TÖL101G Computer Science 1". As a middleware adds functionality on top of an Operating System, you should have also passed TÖL401G Operating Systems.)
Inngangur að djúpum tauganetum (TÖL506M)
Í þessu námskeiði förum við yfir djúp tauganet og helstu aðferðir tengdar þeim. Kynnt verða net og aðferðir fyrir mynd, hljóð og textagreiningu. Lögð verður áhersla á hagnýtingu lausna og munu nemendur t.a.m. kynna verkefni eða grein á þessu sviði.
Reiknirit í lífupplýsingafræði (TÖL504M)
Efni námskeiðsins eru helstu reiknirit sem notuð eru í lífupplýsingafræði. Í upphafi er stutt yfirlit yfir erfðamengjafræði og reiknirit fyrir nemendur af öðrum sviðum. Námskeiðinu er skipt upp í nokkrar einingar og er hverri ætlað að fara yfir einstök verkefni í lífupplýsingafræði sem mótast af rannsóknarverkefnum. Hver eining samanstendur af verkefnislýsingu og aðferðum sem beitt er við úrlausn. Viðfangsefnin verða m.a. mynstraleit, strengjafjarlægð, samröðun gena og erfðamengja, þyrpingagreining, raðgreining og myndun erfðamengja og að lokum aðferðir við úrvinnslu úr háhraðaraðgreiningar gögnum.
Tölvugrafík (TÖL105M)
Megináhersla námskeiðsins er á grunnhugtök og stærðfræði fyrir þrívíddar tölvugrafík. Tvívíðar og þvívíðar varpanir. Sjónvörpun. Ljós og litun hluta. Mynsturvörpun, blöndun, holuvörpun. Forritanleg litun. Ferlar og yfirborð. Forritunarverkefni í WebGL.
Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði (VIÐ186F)
Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum yfirsýn um fræðasviðið nýsköpunar- og frumkvöðlafræði og undirbúa þá undir frekara nám, bæði fræðilegt og hagnýtt.
Farið verður í helstu kenningar og álitamál innan sviðsins, nýlegar fræðigreinar rýndar og kynnt verkfæri sem nota má til að greina helstu strauma og stefnur nýsköpunar í atvinnulífinu.
Nytsemi friðhelgis og öryggis (HBV507M)
Yfirlit nytsams friðhelgis og öryggis með áherslu á tækninýjungar. Viðfangsefnin eru m.a. auðkenning, staðsetningar- og samfélagslegt friðhelgi, hegðunartengdar auglýsingar, friðhelgi heilsuverndar, nafnleynd, rafmynt, tækniskrif og siðferðilegt framferði við rannsóknir á sviði nytsemi friðhelgis og öryggis.
Skýjaforritun og stórgögn (REI504M)
Yfirlit yfir forritun ofurtölva og stórgögn, umhverfi ofurtölva, tölvunet og gagnalausnir og samhliða forritun. Innviðir fyrir geymslu gagna og þjónustur fyrir stórgögn, greining fyrir stórgögn, ”map-reduce” aðferðarfræðin, formuð og hálfformuð gögn. Hagnýt verkefni: (A) Nemendur nota Amazon Web Services (AWS) skýið eða sambærilega lausn til að setja upp fjöltölvuvefþjónustu og samsvarandi kerfi fyrir prófun á henni. (B) Nemendur leysa verkefni á stórgögnum með ”map-reduce” aðferðafræði á AWS skýinu.
Forritun snjalltækja (TÖL103M)
Námskeiðið býður upp á verklegan inngang að hönnun og forritun hugbúnaðar í örtölvum í samhengi IoT snjalltækja.
Svona tækieiga oft marga inn- og úttakspinnar, eitthvað af skyndiminni og geymsluminni, og þráðlausan samskiptabúnað (WiFi, Bluetooth, o.s.frv.).
Þessir eiginleikar gera tækin tilvalin fyrir ýmiss verkefni sem tengjast gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og þráðlausum samskiptum.
Í þessum áfanga verða lögð fyrir verkefni aðra hverja viku sem tengjast meðal annars samskiptum yfir raðbundin (serial) tengi, gagnasöfnun og úrvinnsla, hönnun forrita fyrir rauntíma-stýrikerfi (RTOS), þráðlaus samskipti og TCP/IP samskipti sem miðlari/biðlari.
Áfanganum lýkur síðan með lokaverkefni sem er byggt á þessum þáttum.
Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)
Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.
Málstofa meistaranema (TÖL204F)
Framhaldsemendur í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og reikniverkfræði sækja vikulega málstofu þar sem þeir flytja fyrirlestra um rannsóknarverkefni sín eða önnur áhugaverð viðfangsefni sem tengjast þeim.
Lokaverkefni (TÖL431L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 30 eða 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur heildar undirbúningur og vinna lokaverkefnis eitt til tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar
- Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn (prófi).
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur stutta kynningu um verkefnið sitt.
- Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi.
- Samkvæmt reglum meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt.
- Skil þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á skemmuna.
Hæfniviðmið:
Að MS-ritgerð lokinni á nemandi að geta:
- Mótað verkfræðilegt hönnunarverkefni/rannsóknarspurningu
- Greint og leyst verkfræðileg verkefni á sérhæfðu sviði.
- Framkvæmt vandaða heimildaöflun og heimildarýni.
- Sýnt frumkvæði og sjálfstæða skapandi hugsun.
- Nýtt hefðbundnar aðferðir til þess að svara tiltekinni rannsóknarspurningu
- Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu og unnið rannsókn sem felur í sér framlag til þess
- Unnið úr niðurstöðum, greint óvissuþætti og takmarkanir og túlkað niðurstöður.
- Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það
- Sett fram rannsóknaniðurstöður, rökstutt þær og tengt við stöðu þekkingarinnar á fræðasviðinu
Undirstöður internetsins (RAF617M)
Fjarskipti nútímans einkennast af því að gögnin eru send eftir fastlínunetum stærstan hluta leiðarinnar en við seinasta spölinn er oft notuð þráðlaus tækni sem veitir þægindi þráðlausrar upplifunar. Nærri öll gögn sem send eru milli fólks eða tækja fara eftir fastlínukerfum stærstan hluta leiðarinnar. Fyrir verkfræðinga á sviði fjarskipta skiptir því afar miklu að hafa yfirgripsmikla þekkingu á fastlínunetum og þeim fjölbreyttu aðferðum sem beitt er á því sviði.
Í námskeiðinu verða kenndar helstu aðferðir við uppbyggingu stofnneta, ljósleiðaratækni verður kynnt og m.a.farið yfir DWDM, SDH, Ethernet, ATM og MPLS-TP. Á sviði aðgangsneta verður ítarlega fjallað um kopar-, kóax- og ljósleiðaranet, ADSL, VDSL, G.fast og fleiri meðlimi DSL fjölskyldunnar, kapalkerfi og DOCSIS staðalinn, FTTH og mismunandi útfærslur þeirra eins og virkt Ethernet og GPON.
Grunntækni fastlínuneta nútímans er IP tæknin og verða henni gerð góð skil allt frá bitaflutningslagi til notkunarlags. Á greinalagi verður lögð áhersla á Ethernet og MPLS. Farið verður í rása- og pakkaskiptingu, rásamiðuð og rásalaus fjarskipti. Þjónustuþáttum eins og PSTN, VoIP, IPTV, OTT og P2P verður lýst. Jafnframt verður fjallað um bakfæðingu þráðlausra neta eins og farsíma og Wi-Fi. Sýndarvæðing í fjarskiptum verður kynnt og fjallað um hugbúnaðardrifin net (SDN) ásamt sýndarvæðingu netaðgerða (NFV). Farið verður yfir laga- og regluumhverfi fjarskipta og fjallað um þætti eins og nethlutleysi, netnjósnir, skerðingu netfrelsis og aðila eins og Google, Apple, Microsoft og Netflix. Að lokum verður stuttlega farið í staðarnet (LAN) með áherslu á heimanet. Fjallað verður um beina, myndlykla, NAS, fjarskipti um raflínur (PLC), plastljósleiðara, MOCA og Wi-Fi kynnt til sögunnar.
Kennslan mun að mestu fara fram á fyrirlestra- og umræðuformi. Unnin verða verkefni á sviði IP fjarskipta en auk þess eiga nemendur að skrifa fjórar greinar um valið efni og halda stutta fyrirlestra um efnið.
Prófun hugbúnaðar (HBV205M)
Kennt að jafnaði annað hvert ár (í vor þegar ártalið er oddatölu en mun breyta frá og með 2024)
Usually taught every second year (typically in spring of odd years, but this is subject to change in 2024).
This course covers testing of software. Besides basic foundations, this includes both dynamic testing where the software under test is executed and static approaches where software and other artefacts produced during software development are investigated without executing them. The focus of this course is, however, on dynamic testing. The different levels of testing (component test, integration test, system and acceptance test) and types of testing (functional, non-functional, structural and change-related) are covered as well as different test design techniques (black box test and white box test). Furthermore, test management and principles of test tools are discussed. In addition, selected advanced topics may be covered (for example, test languages, testing of object-oriented software, test process improvement, agile testing). The covered topics are a superset of the International Software Testing Qualifications Board's (ISTQB) certified tester foundation level syllabus.
The first part of the course is based on flipped-classroom style weekly reading, videos and assignments. In the second part, students work independently on some project related to software testing.
Note: while this is an "M" course, it is rather on MSc. level. BSc. students who take this course need to be very advanced in their BSc. studies, i.e. have experience in programming languages, software development and applying it in some software project, but should also be familiar with theoretical concepts from automata theory.
Also, BSc. students should not take this course, if they know that they are going to continue with MSc. studies, because they might then experience a lack of suitable courses in their MSc. studies.
Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (II) (IÐN216F)
Námskeiðið er framhald af námskeiðinu IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I)“ og er kennt á vikum 8-14 á vormisseri. Þessi hluti námskeiðsins felst í ítarlegri þróun viðskiptalíkans fyrir tiltekið viðskiptatækifæri. Sú þróun fer fram í hópum þar sem áhersla er lögð á að leiða saman einstaklinga með bakgrunn í viðskiptum og stjórnun og einstaklinga með fagþekkingu á því sviði nýsköpunar sem viðskiptatækifærið byggir á. Uppruni verkefnanna getur verið í sjálfstæðu viðskiptatækifæri eða innan samstarfsfyrirtækja. Í báðum tilvikum er lögð áhersla á að verkefnin feli í sér afurðaþróun byggða á fagþekkingu þar sem viðskiptalegar forsendur tækifærisins og prófun þeirra eru í forgrunni.
Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)
Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F) Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I), er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.
Forritun ofurtölva (REI204M)
Hönnun samhliða tölva og ýmis líkön af forritun þeirra. Högun tölva út frá samnota minni og út frá dreifðu minni með skeytaflutningi. Samhliða forritun tölvuklasa með MPI og samhliða forritun fjölkjarna tölva með OpenMP. Samhliða reiknirit við röðun, leit og ýmis verkefni í línulegri algebru og netafræði.
For a longer description refer to the English page.
Course topics will be very similar like HPC in Fall 2019:
Lífsferill gervigreindarlausna (REI603M)
Í þessu námskeiði kynnumst við lífsferli gervigreindarlausna og hvernig þróa á rekstrarhæfar lausnir.
Við förum yfir eftirfarandi skref lífsferilsins:
- Gagnasöfnun og undirbúningur gagna
- Breytuval
- Þjálfun líkana
- Mat á gæðum líkana
- Líkön sett í rekstur
- Líkön sem þjónustur
- Hvernig vakta á líkön
- Hvernig viðhalda á líkönum
Yfir misserið verða þrjú stór verkefni þar sem nemendur keppa um að smíða gervigreindarlausnir.
Málstofa í gervigreind (TÖL028M)
Nemendur setji sig inn í tiltekið efni á sviði gervigreindar, t.d. aðferðir á sviði tölvusjónar, máltækni, gagnaforvinnslu, gagnagerðar, eða annarra sviða, með því að lesa viðeigandi fræðilegt efni.
Þeir halda síðan fyrirlestur um efnið fyrir kennara námskeiðsins og samnemendur. Nemendur geta stungið upp á efni sem þeir hafa áhuga á eða valið efni sem kennari stingur upp á.
Samhliða því að læra umfjöllunarefnið er markmið námskeiðsins að æfa sig í munnlegri framsetningu.
Kennslutímabil sumarnáms: júní- ágúst
Þýðendur (TÖL202M)
Hönnun forritunarmála. Skipulag og hönnun þýðenda. Lesgreinar, ofansæknir og neðansæknir þáttarar, þulusmiðir. Stórt einstaklingsverkefni.
Frá hugmynd að veruleika II (TÖL211F)
Námskeiðið er framhaldsnámskeið af námskeiðinu „Frá hugmynd að veruleika“. Ætlast er til að nemendur haldi áfram að þróa hugmynd sína sem þeir voru með í námskeiðinu „Frá hugmynd að veruleika“. Ef nemendur eru ekki sáttir við fyrri hugmynd sína og telja sig vera komna með betri hugmynd þá er það í lagi og ef kennari er sáttur við nýju hugmyndina.
Nemendur þurfa að sækja um styrki í samkeppnissjóði. Æfa að kynna hugmynd sína fyrir hugsanlegum fjárfestum og samnemendum sínum.
Kennari mun fara yfir bókhaldsmál og áætlanagerð byggða á líkum.
Kennari mun fara yfir stofnun fyrirtækja og skattamál.
Rökstudd forritun (TÖL212M)
Fjallað er um grundvallaratriði í rökstuddri forritun. Áhersla verður lögð á að nota rökstudda forritun til að þróa traust og sönnuð afbrigði af vel þekktum reikniritum, einkum á sviði leitar, röðunar og tvíleitartrjáa. Meðal reiknirita sem fjallað verður um eru ýmis afbrigði af insertion sort, selection sort, quicksort, helmingunarleit og leit í tvíleitartré. Áhersla verður lögð á að dýpka skilning nemenda á reikniritunum ásamt því að ná góðum tökum á rökstuddri forritun. Að hluta verða verkefni leyst með hjálp sannreyningartóla svo sem Dafny eða OpenJML.
Grundvallaratriði í aðferðum siðferðislegra hakkara (TÖL605M)
Markmið námskeiðsins er að skoða aðferðir og fræði “siðferðislegra hakkara” (e. ethical hacking), þar sem sjónarhorn árásaraðilans er meginforsenda öryggisgreiningar. “Siðferðislegir hakkarar” nýta sér aðferðarfræði og verkfæri árásaraðila til að greina og betrumbæta öryggi ýmissa kerfa.
Þetta námskeið mun kynna nemendum fyrir helstu tólum og aðferðum sem siðferðislegir hakkarar nýta. Námskeiðið mun hefjast á því að nemendur setji upp öruggt rannsóknarumhverfi með því að nota sýndarvélar. Á tveggja vikna fresti verður ný aðferðarfræði siðferðilegra hakkara kynnt ásamt viðeigandi verkfærum. Nemendur hafa í kjölfarið vikuna framundan til þess að gera tilraunir ásamt að skrásetja hvernig verkfæring voru notuð.
Nemendur þurfa að hafa aðgang að tölvu sem getur keyrt sýndarvél.
Stjórnkerfi Internetsins (TÖL212F)
Markmið námskeiðsins er að gera grein fyrir helstu álitamálum þegar það kemur að stjórnkerfi Internetsins og skipulagi þess. Meðal þess sem fjallað verður um er þróun á formfestu í stjórnkerfi internetsins, hlutverk þjóðríkja, alþjóðlegra stofnanna og einkafyrirtækja í því að móta regluverk fyrir Internetið.
Námskeið þetta mun einnig fjalla um jafnvægi milli öryggis og friðhelgi einkalífs, þar á meðal regluverk eins og GDPR og NIS2 sem setur lágmarkskröfur um öryggi og friðhelgi einkalífsins í forgrunni. Tilkoma samfélagsmiðla hefur vakið upp spurningar um hvernig eigi að framfylgja lögum allt frá höfundarétti til ólöglegs efnis. Jafnframt verður spurningunni um samstarf hins opinbera og einkaaðila í baráttunni við netglæpi skoðuð samhliða áskorunum með tilkomu fjölþáttaógnum í hernaði.
Námskeið þetta er kennt í fyrirlestrarformi og aðra hverja viku verða umræðutímar þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða um málefni stjórnkerfi internetsins.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Reiknirit í lífupplýsingafræði (TÖL604M)
Efni námskeiðsins eru helstu reiknirit sem notuð eru í lífupplýsingafræði. Í upphafi er stutt yfirlit yfir erfðamengjafræði og reiknirit fyrir nemendur af öðrum sviðum. Námskeiðinu er skipt upp í nokkrar einingar og er hverri ætlað að fara yfir einstök verkefni í lífupplýsingafræði sem mótast af rannsóknarverkefnum. Hver eining samanstendur af verkefnislýsingu og aðferðum sem beitt er við úrlausn. Viðfangsefnin verða m.a. mynstraleit, strengjafjarlægð, samröðun gena og erfðamengja, þyrpingagreining, raðgreining og myndun erfðamengja og að lokum aðferðir við úrvinnslu úr háhraðaraðgreiningar gögnum.
Örugg hugbúnaðargerð (HBV506M)
Örugg hugbúnaðargerð felur í sér að greina og draga úr veikleikum til að minnka ógnun við hugbúnað. Nemendur öðlast í þessu námskeið skilning á öruggum vinnubrögðum í hugbúnaðargerð og hvernig hægt er að beita þeim í gegnum allan þróunarferil hugbúnaðar.
Nemendur munu (í teymum) hanna, þróa og viðhalda vefforriti fyrir viðskiptavin í samræmi við öruggar hugbúnaðarverkfræðilegar meginreglur. Nemendur munu sýna skilning sinn og verklega hæfni á öryggismati (hvítkassi og svartkassi) með því að prófa eigin forrit og forrit annarra teyma fyrir veikleika gegn OWASP 10 - helstu hættum vefforrita.
Því er gert ráð fyrir að nemendur hafi þekkingu á þróun vefforrita með notkun JavaScript.
Hagnýt dulritunarfræði (TÖL213M)
Í þessu námskeiði munu nemendur taka hagnýta nálgun til að skilja byggingu og brot á dulritunarútfærslum. Fyrri helmingur þessarar einingar mun fela í sér forritunarverkefni en seinni helmingurinn mun fela í sér tvö smáverkefni.
Byrjað er á einföldum aðferðum sem notaðar eru sögulega, eins og Caeser dulmálið, yfir í nútíma samskiptareglur sem notaðar eru til að tryggja fjarskipti alls staðar, eins og AES og TLS. Nemendur munu einnig íhuga hlutverk dulritunar í samfélaginu víðar með því að rannsaka hvernig umdeild tækni eins og dulkóðun frá enda til enda og Tor hefur áhrif á réttlæti og friðhelgi einkalífs, og dreifðar höfuðbækur geta gert valddreifingu lykilkerfa í samfélaginu. Að lokum lýkur námskeiðinu með smáverkefni sem sýnir hagnýta árás gegn dulmálsútfærslu með siðferðilegum innbrotsaðferðum t.d. Wi-Fi-sprunga, þvingun lykilorða eða man-in-the-middle árás á dulkóðaða tengingu til að þefa niður umferð.
Námskeiðið mun ná yfir eftirfarandi áfanga:
1) Byggja dulmáls frumstæður á forritunarmáli að eigin vali.
2) Bestu starfsvenjur umsóknaverkfræði.
3) Rannsóknarverkefni í dulritun og samfélagi.
4) Hagnýtt verkefni í siðferðilegu hakki á dulritun.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.