Hvalstöðvar á sjávarbotni | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvalstöðvar á sjávarbotni

Ragnar Edvardsson, sérfræðingur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötuna í Reykjavík er rækilega samofinn hvalveiðisögu Norðmanna hér við land. Hans Ellefsen hvalveiðistjóri á Sólbakka við Önundarfjörð reisti hann árið 1892 en þar var þá gríðarstór hvalstöð sem starfaði fram y r aldamótin 1900. Hannes Hafstein, skáld og ráðherra, keypti húsið á eina krónu af Ellefsen, að sagt er, en bræðslunni hafði þá verið hætt í Önundarfirði.

Hann flutti svo húsið til Reykjavíkur árið 1906 og eftir stendur vitnisburður um merka sögu norskra hvalfangara við Íslandsstrendur. Og Norðmenn reistu fleiri hús en á Sólbakka því að, auk hvalstöðvarinnar þar, byggðu þeir fjölda annarra stöðva á Vestfjörðum í kringum aldamótin 1900.

Þeir reistu tvær vinnslustöðvar í Álftafirði, aðra á Langeyri og hina við Dvergastein, eina á Uppsalaeyri í Seyðisfirði og auk þess tvær í Jökulörðum, á Stekkeyri í Hesteyrarfirði og á Meleyri í Veiðileysufirði.

Þá voru stöðvar á Framnesi í Dýrafirði, á Suðureyri við Tálknafjörð og á áðurnefndum Sólbakka í Önundarfirði. Í nýrri þáttaröð um Fjársjóð framtíðar förum við vestur í Djúp og hittum Ragnar Edvardsson fornleifafræðing við rannsóknir á hvalstöðvum Norðmanna á þeim slóðum.

„Stöðin á Langeyri í Álftafirði var sú stærsta enda átti hún að verða miðstöð hvalveiða Norðmanna á Vestörðum. Svo starfaði hún líka einna lengst,“ segir fornleifafræðingurinn Ragnar Edvardsson sem stýrir nú miklum fornleifarannsóknum á nokkrum þessara stöðva á Vestfjörðum.

Ragnar Edvardsson

„Stöðin á Langeyri í Álftafirði var sú stærsta enda átti hún að verða miðstöð hvalveiða Norðmanna á Vestörðum. Svo starfaði hún líka einna lengst.“

Ragnar Edvardsson

Ragnar hefur sérhæft sig í köfun og hefur þannig verið frumkvöðull í fornminjarannsóknum neðansjávar hér á landi. Stærsti hluti rannsóknanna fyrir vestan fer því fram neðansjávar þar sem mikið er um minjar, að Ragnars sögn. Þegar kvikmyndagerðarmenn hitta hann á Dvergasteinseyri hefur hann klæðst köfunarbúnaði og á ekkert annað eftir en að skella á sig grímunni. „Þetta verkefni hefur sýnt fram á mikilvægi neðansjávarrannsókna í og við staði sem hafa tengingu við ha ð, þ.e. hvalveiðistöðvar eins og hér á Dvergasteinseyri, við verslunarstaði og verstöðvar,“ segir Ragnar og setur upp grímuna, gengur út í sjó og hverfur hægt í djúpið.

Á meðan Ragnar kafar dveljum við í sólskini í fjörunni við Dvergastein þar sem fallinn reykháfur liggur skammt frá en fátt annað er að sjá sem sýnir þá miklu vinnslu sem þar var áður.

Þegar gengið er í ósnum á Dvergasteinsánni má þó sjá bunka af hvalbeinum sem eru að hluta hulin jarðvegi og háu grasi. Hér hafa húsin öll horfið og ekkert þeirra fengið nýtt líf eins og bústaðurinn mikli á Sólbakka. Rannsókn Ragnars á hvalstöðvum Norðmanna er einungis hluti af stærra verkefni sem miðar að því að skoða hvalveiðar á Norður Atlantshaf frá 1600 til 1915.

Ætlunin er ekki síst að skoða áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag. Eftir drykklanga stund kemur Ragnar úr kafi og ljóst er á öllu að sjórinn er ekkert sérstaklega hlýr þótt komið sé undir lok ágústmánaðar. „Hér á botninum er fjöldi muna sem tengjast starfseminni á Dvergasteinseyri,“ segir Ragnar og tekur af sér köfunarglerin. Hann bætir því við að þarna liggi heilt skips ak á sjávarbotni auk gríðarlegs fjölda hvalbeina frá gósentíð veiðanna.

„Helstu niðurstöður verkefnisins eru að norsku hvalveiðimennirnir höfðu mikil áhrif á íslenskt samfélag og lögðu grunninn að efnahagslegri þróun í sjávarútvegi á Íslandi. Vettvangsrannsóknirnar í sumar sýna miklar fornminjar bæði á landi og í sjó. Nýting sjávarafurða er lykilforsenda búsetu á Íslandi og því er mikilvægt að fá skilning á því af hverju Íslendingar stunduðu ekki sjál r hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en á 20. öld, sérstaklega í ljósi þess að útflutningur á hvallýsi hefði getað verið gríðarlega mikilvægur fyrir efnahag Íslendinga á tímabilinu 1600 til 1800. Kannski er svarið nátengt íslensku fiskveiðisamfélagi. Samkvæmt gamalli þjóðtrú voru það hvalir sem ráku fiskinn á miðin og inn í firðina og ef hvalurinn væri veiddur yrði hætta á að fiskurinn kæmi ekki á miðin.“ Að sögn Ragnars felst gildi rannsóknarinnar mjög í því hvernig ný og dýpri sýn fæst á hvalveiðar Norðmanna á 19. öld og samskipti þeirra við Íslendinga á þeim tíma þegar íslenskt samfélag tók efnahagslegum stakkaskiptum. „Nauðsynlegt er fyrir nútímasamfélag að skilja betur hvernig sjávarauðlindir voru nýttar fyrr á öldum – þannig getum við betur skilið og nýtt sjávarauðlindirnar í samtímanum.“

Sjón er sögu ríkari í þáttaröðinni Fjársjóður framtíðar á RÚV.

Ragnar Edvardsson