Skip to main content

Vistaskipti, níunda samstarfsráðstefna Manitóbaháskóla og Háskóla Íslands.

Vistaskipti, níunda samstarfsráðstefna Manitóbaháskóla og Háskóla Íslands. - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. ágúst 2019 9:00 til 30. ágúst 2019 19:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Salur 023 og 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Núna í ágústlok verður níunda samstarfsráðstefna Manitóbaháskóla og Háskóla Íslands og í þetta sinn ber hún heitið Vistaskipti. Í heitinu er vísað til þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tóku sig upp og fluttu til Vesturheims með væntingar um betri tíð í brjósti.

Á ráðstefnunni er áherslan lögð á sögu, tungumál, bókmenntir og lífsreynslu íslenskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Kanada. Það eru einnig fleiri þættir vistaskipta sem koma við sögu á ráðstefnunni sem varða m.a. innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur beggja vegna hafs, allt frá reynslu tiltekinna hópa af lagasetningu og pólitík til heimspekilegra pælinga um viðhorf fólks til þeirra sem finna sig í vistaskiptum og þar með í stigveldi ríkjandi samfélagskerfa. Einnig verður varpað ljósi á stöðu frumbyggja Kanada og þau viðvarandi vistaskipti sem þeir finna sig í, með hliðsjón af tilraunum samtímans til að endurskoða sambúð frumbyggja og afkomenda evrópskra landnema.

Þegar kemur að innflytjendum og öllum þeim sem finna sig í vistaskiptum, er óhætt að fullyrða að tungumál og bókmenntir opni okkur sýn á efnið.

Útdrættir (á ensku)

Dagskrá ráðstefnunnar (á ensku)

Fimmtudagur, 29. ágúst

Veröld – hús Vigdísar, 023

  • 9:00–9:35: Opnun
    • Ávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
    • Ávarp: Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi
    • Ávarp: Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
    • Ávarp: Dr. Jeffery Taylor, forseti Hugvísindasviðs Manitóbaháskóla
    • Fundarstjóri: Dr. Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Jón Sigurðssonar prófessor í sagnfræði
  • 9:35–9:45: Kaffihlé
  • 9:45–10.30:  Aðalfyrirlestur:Umbreytingarkraftur vistaskipta: Sjálfsmynd, samastaður og reynsla íslenskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Kanada
    • Dr. Richard Sigurdson, forseti Hugvísindasviðs og prófessor í stjórnmálafræði við Calgaryháskóla, og fyrrum forseti Hugvísindasviðs Manitóbaháskóla
    • Kynning: Dr. Birna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Háskóla Íslands, og fyrrum Chair of Icelandic við Manitóbaháskóla
  • 10:30–12:00: Pallborð 1 – Landnám, vistaskipti og nýtt landnám íslenskra hefða: Frá elleftu öld til þeirrar tuttugustu og fyrstu
    • Dr. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, Háskóla Íslands: „Landnámsmaður eða galdramaður: Landnám og völd á Íslandi á elleftu öld“
    • Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti: „Vesturnorskar ‚krossferðir uppfræðslu’ og fornritin“
    • Dr. Dustin Geeraert, kennari við Íslenskudeild Manitóbaháskóla: „Frá Vínlandi til Valinor: Ferðir norrænnar goðafræði vestur á bóginn“
    • Málstofustjóri: Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands
  • 12:00–1:30: Hádegishlé
  • 1:30–3:00: Pallborð 2 – Landnám tungumáls: Þróun og arfur íslenskunnar í Vesturheimi
    • Dr. Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum: „Íslenska sem erfðamál í Vesturheimi“
    • Alda Bryndís Möller, doktor í matvælafræðum og M.A. nemi í íslensku við Háskóla Íslands: „Saga þriggja bræðra: Bréf úr sveitum Nebraska 1873‒1915“
    • Dr. Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus í málsvísindum við Háskóla Íslands og  Dr. Sigríður Magnúsdóttir, dósent emeritus í talmeinafræðum við Háskóla Íslands og fyrrum yfirtalmeinafræðingur á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi: „Íslenska í Vesturheimi –  nýleg dæmi um breytingar“
    • Málstofustjóri: Dr. Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent á orðfræðasviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • 3:00–3:15: Kaffihlé
  • 3:15–4:45: Pallborð 3 – Þjóðflutningar vestur um haf um aldamótin nítjánhundruð
    • Dr. Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur og Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands: „Gleymdir gerendur? Ógiftar konur í hópi Vesturfara 1870-1914“
    • Dr. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og meðritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags: „Athvörf róttækra íslenskra innflytjenda í Manitoba um aldamótin 1900“
    • Dr. Pam Perkins, prófessor í enskum bókmenntum við Manitóbaháskóla: „Frásagnir vistaskipta: Farandverkakonur í sjávarútvegi á Nýfundalandi á nítjándu öld“
    • Málstofustjóri: Dr. Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður.
  • 4:45–6:00: Móttaka og opnun sýningar á verkum fimm íslenskra listmanna sem dvalið hafa í Banff Centre í Alberta

Föstudagur, 30. ágúst 2019

Athugið að pallborð 4/5 og 6/7 eru samtímís á dagskrá í Veröld–húsi Vigdísar:

  • salur 023 (pallborð 4 og 6)
  • stofa 007 (pallborð 5 og 7)
  •  Veröld – hús Vigdísar, 023

    • 9:00–9:45: Aðalfyrirlestur: Einar H. Kvaran (1859-1938) og áskorun vona
      • Dr. Guðrún Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands
      • Kynning: Dr. Pam Perkins, prófessor í enskum bókmenntum við Manitóbaháskóla

     Veröld – hús Vigdísar, 023

    • 9:45–10:45: Pallborð 4 – Sjálfsmynd og minningar innflytjenda Norður Ameríku
      • Dr. Laurie K. Bertram, prófessor í sagnfræði við Torontóháskóla: „Ekki biðja Íslendinga um uppskriftina að jólakökunni þeirra“: Vínarterta og minningar íslenskra innflytjenda í Vesturheimi“ (Peter John Buchan, forstöðumaður og tungumálakennari Íslenskudeildar Manitóbaháskóla, les erindið)
      • Dr. Alison Calder, prófessor í enskum bókmenntum við Manitóbaháskóla: „Steiktar núðlur, það er málið á Nýfundnalandi“: Vistaskipti, sjálfsmynd og núðlur í Chop Suey Nation, ferðasögu Ann Hui“
      • Málstofustjóri: Dr. Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands, og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

    Veröld – hús Vigdísar, 007

    • 9:45–10:45: Pallborð 5 – Íslenskir rithöfundar í Vesturheimi
      • Jay Lalonde, M.A. nemi í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands: „„Áfangastaður okkar var Nova Scotia í landi sem heitir Kanada“: Svipmyndir úr Íslendingabyggðum Nova Scotia í fáeinum verkum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar“
      • Dr. Magnús Þór Þorbergsson, nýdoktor við Bókmennta‒ og listfræðistofnun Háskóla Íslands: „Leikrit á ferð og flugi“
      • Málstofustjóri: Dr. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands
    • 10:45–11:00: Kaffihlé

    Veröld – hús Vigdísar, 023

    • 11:00–12:00: Pallborð 6 ‒ Staðgöngumæðralög og kynjapólitík vistaskipta í Kanada og Íslandi nútímans
      • Dr. Karen Busby, prófessor í lögfræði við Manitóbaháskóla, (Pamela White, prófessor við Kent Law School, er meðhöfundur erindis): „Kanada sem alþjóðlegur áfangastaður staðgöngumæðrunar“
      • Dr. Thomas Brorsen Smidt, verkefnisstjóri rannsókna við Jafnréttisskóla HSþ á Íslandi, Háskóla Íslands: „Kynferðir og hinseginferðir“
      • Málstofustjóri: Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands

    Veröld – hús Vigdísar, 007

    • 11:00–12:00: Pallborð 7 ‒ Vistaskipti menningarverðmæta
      • Dr. Paul D. Larson, prófessor í viðskiptafræði við Manitóbaháskóla: „Nýbúar í Kanada og á Íslandi: Menningarleg sjálfbærni“
      • Huimin Qi, prófessor og forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós: „Jass í Fríkirkjunni í Reykjavík“
      • Málstofustjóri: Peter John Buchan, forstöðumaður og tungumálakennari við Íslenskudeild Manitóbaháskóla

    Veröld – hús Vigdísar, 023

    • 12:00–1:00: Pallborð 8 – Frásagnarhefðir og menningarsamfélög í Kanada
      • Dr. Justin Jaron Lewis, prófessor í trúarbragðafræði við Manitóbaháskóla: „Umbreytingar landnáms: Lærdómur og sögur Tosher‒réttrúnaðar gyðinga“
      • Dr. Warren Cariou, forstöðumaður Centre for Creative Writing/Oral Culture og prófessor í enskum bókmenntum við Manitóbaháskóla: „Jarðsögur: Ferðlaög og samastaðir í hefðbundnum sögum frumbyggja“
      • Málstofustjóri: Dr. Karen Busby, prófessor í lögfræði við Manitóbaháskóla
    • 1:00–2:00: Hádegishlé

    Veröld – hús Vigdísar, 023

    • 2:00–3:00:  Pallborð 9 ‒ Innflytjandinn í Evrópu og Ameríku í sögu og samtíð
      • Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands: „Komið til Ameríku: Flóttamenn á norðurleið vitna um fjölbreytta útilokun og skort á pólitískri forystu“
      • Dr. Simone Mahrenholz, prófessor í heimspeki við Manitóbaháskóla: „Yfir þröskuldinn: Flóttamaðurinn sem óvinur og aðdráttarafl“
      • Málstofustjóri: Dr. Jón Ólafsson, prófessor við Íslensku‒ og menningardeild Háskóla Íslands
    • 3:00–3:15: Kaffihlé
    • 3:15–5:15: Pallborð 10 – Flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi, (Rannsóknarverkefnið Hreyfanleiki og fjölþjóðlegt Ísland)
      • Dr. Guðbjörg Ottósdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands: „Reynsla sýrlenskra flóttamanna og fagaðila í móttöku flóttamanna“
      • Elísabet Kristjánsdóttir, M.A í mannfræði og aðstoðarmaður rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands: „Konur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi“
      • Elva Björt Stefánsdóttir, M. A. nemi í mannfræði við Háskóla Íslands: „„Ég vildi tilheyra þessu samfélagi á Íslandi“: Líf og reynsla flóttamanna sem fá hæli á Íslandi“
      • Dr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands: „Sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi: Höfnunarferlið“
      • Málstofustjóri: Thomas Brorsen Smidt, verkefnisstjóri rannsókna við Jafnréttisskóla HSþ á Íslandi, Háskóla Íslands
    • 5:15pm–5:30pm: Lokaorð
      • Dr. Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Jón Sigurðssonar prófessor í sagnfræði

    Gröndalshús: https://bokmenntaborgin.is/bokmenntalif/grondalshus

    •  6:00–7:30: Sérstakt pallborð um sameiginleg útgáfuverkefni