Skip to main content

Setning Menntakviku

Setning Menntakviku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. október 2017 17:00 til 18:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntakvika verður sett í skólastofu framtíðar í stofu H207 við Háskóla Íslands í Stakkahlíð þann 5. október kl. 17-18.30 á Alþjóðadegi kennara.

Dagskrá

Ávarp – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Ávarp – Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands

Kynning á skólastofu framtíðarinnar

Setning – Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Léttar veitingar verða í boði.

 

Skólastofa framtíðar

Skólastofa framtíðar er nýtt kennslurými á Menntavísindasviði. Rýmið er hannað út frá hugmyndum um kennsluhætti á 21. öldinni þar sem besta tækni sem völ er á er nýtt til kennslu og samstarfs nemenda.

menntasmidja.hi.is 

Menntakvika

Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs um rannsóknir, nýbreytni og þróun. Á dagskrá ráðstefnunnar verða um 210 fyrirlestrar í 56 málstofum og veggpjaldasýning. Auk þess verða spennandi vinnustofur undir stjórn dr. Zachary Walker.

Ráðstefnan verður haldin 6. október 2017 við Háskóla Íslands.

menntakvika.hi.is

Menntakvika verður haldin föstudaginn 6. október við Háskóla Íslands. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni hér.