Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Anna Ólafsdóttir

 Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Anna Ólafsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 15:40 til 16:05
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Valgerður Anna Ólafsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Skjátími og koffínneysla Íslendinga í tengslum við svefnlengd

Prófdómarar eru dr. Birna Baldursdóttir, lektor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Leiðbeinendur og umsjónarkennari verkefnisins var Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Utanaðkomandi birta er sterkasti þátturinn sem hefur á líkamsklukku einstaklings, sem gefur hugmynd um kjörtíma svefns. Sýnt hefur verið fram á að birta með ákveðna bylgjulengd frá skjátækjum getur seinkað seytingu melatóníns og ef notkun þeirra er seint á kvöldin getur það seinkað svefni. Rannsóknir hafa sýnt að aukin koffínneysla og notkun skjátækja er talið seinka svefni. Helstu markmið verkefnisins var að sjá hvort að marktækur samband sé á milli skjátíma og koffínneyslu á svefnlengd einstaklinga hjá mismunandi aldrushópum. Miðað við Norðurlönd eru Íslendingar að verja mun meiri tíma í skjátæki og einnig hvað varðar neyslu koffíndrykkja, þá sérsaklega neysla unglinga á gosdrykkjum.

Um nemandann

Valgerður Anna Ólafsdóttir er fædd 4. nóvember 1994 og hefur ávallt búið í Reykjavík. Valgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2014 og hóf grunnám í lyfjafræði um haustið sama ár. Árið 2017 útskrifaðist hún með B.Sc í lyfjafræði og fór beint í meistaranám um haustið. Í janúar 2018 fór Valgerður Anna í skiptinám til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í hálft ár. Sú dvöl kveikti löngun hjá Valgerði Önnu til að vinna í framtíðinni í stórum lyfjaframleiðslufyrirtækjum, eins og NovoNordisk eða LEO Pharma en hér á landi vekja fyrirtækin ORF eða Alvotech mestan áhuga Valgerðar.
Valgerður Anna hefur starfað síðustu þrjú ár sem lyfjafræðinemi í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins á Landspítalanum og fyrir þann tíma starfaði hún í nokkra mánuði hjá Lyfju sem lyfjafræðinemi.

Miðvikudaginn 15. maí ver Valgerður Anna Ólafsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Skjátími og koffínneysla Íslendinga í tengslum við svefnlengd

 Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Anna Ólafsdóttir