Meistaravörn í lyfjafræði - Sigríður Eygló Unnarsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Sigríður Eygló Unnarsdóttir

Hvenær 
16. maí 2019 15:25 til 15:50
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Sigríður Eygló Unnarsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið The effects of dietary fish oil on efferocytosis of apoptotic neutrophils in antigen-induced inflammation in mice

Prófdómarar eru Siggeir Fannar Brynjólfsson og dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor við Læknadeild, dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við Læknadeild og Kirstine Nolling Jensen, doktorsnemi við Læknadeild. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Fiskolía, rík af ómega-3 fitusýrum, leiddi í fyrri rannsókn til minna bólgusvars og betri hjöðnunar á vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum miðað við mýs á viðmiðunarfæði. Brottflutningur sjálfdauðra (apoptótískra) frumna, aðallega daufkyrninga, frá bólgusvæði er einn af lykilþáttum í skilvirkri bólguhjöðnun. Það var því talið áhugarvert að rannsaka hvaða áhrif fiskolían hefði á brottflutning sjálfdauðra daufkyrninga í vakamiðlaðri bólgu í músum. Eitlum og miltum var safnað úr músum með vakamiðlaða lífhimnubólgu sem annað hvort voru fóðraðar með vestrænu viðmiðunarfæði eða viðmiðunarfæði með viðbættri 2.8% fiskolíu. Þessi líffæri voru síðan skorin og lituð með ónæmismótefnalitun fyrir sjálfdauðum frumum og makrófögum. Niðurstöðurnar gáfu til kynna fleiri makrófaga og sjálfdauðar frumur í eitlum músa sem fengu fiskolíu ríkt fæði sem er í samræmi við aukna bólguhjöðnun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að fiskiolía í fæði ýti undir fjarlægingu apoptískra daufkyrninga til nærliggjandi eitla í vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum og geti þannig ýtt undir bólguhjöðnun.

Um nemandann

Sigríður Eygló Unnarsdóttir er fædd í Reykjavík þann 16. júlí árið 1995. Sigríður ólst upp á Sauðárkróki en foreldrar hennar eru Unnar Rafn Ingvarsson og Nína Þóra Rafnsdóttir. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra árið 2014 og hóf nám í lyfjafræði sama ár. Samhliða námi starfaði hún hjá Lyfju hf. og mun starfa þar áfram næsta sumar.

Fimmtudaginn 16. maí ver Sigríður Eygló Unnarsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið The effects of dietary fish oil on efferocytosis of apoptotic neutrophils in antigen-induced inflammation in mice

Meistaravörn í lyfjafræði - Sigríður Eygló Unnarsdóttir