Meistaravörn í lyfjafræði - Rebekka Hafþórsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Rebekka Hafþórsdóttir

Hvenær 
16. maí 2019 8:40 til 9:05
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Rebekka Hafþórsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið  Áhrif TNFα hemla á sykursteranotkun einstaklinga með liðbólgusjúkdóma

Prófdómarar eru dr. Gerður Gröndal, yfirlæknir gigtarlækninga LSH og klínískur prófessor, og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Rebekku voru Björn Guðbjörnsson, prófessor og sérfræðilæknir við Læknadeild Háskóla Íslands og rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum á Landspítala, og Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild og klínískur lyfjafræðingur á Landspítala, sem einnig var umsjónarkennari verkefnisins.

Ágrip af rannsókn

Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun sykurstera í töfluformi hjá einstaklingum með iktsýki, sóragigt eða hryggikt fyrir og eftir að meðferð með TNFa hemlum (TNFi) hófst. Enn fremur hvort einstaklingar með þessa liðbólgusjúkdóma sem eru á langtíma sykursterameðferð fái viðeigandi beinverndandi meðferð. Þá voru einnig könnuð áhrif TNFi meðferðar á notkun sterakrema hjá einstaklingum með sóragigt. Mikill munur var á sykursteranotkun milli liðbólgusjúkdómanna en heildarnotkun (DDD) þeirra tvöfaldaðist á tveggja ára tímabili fram að upphafi TNFi meðferðar. Notkunin lækkaði verulega eftir að meðferð með TNFi hófst. Einstaklingum á sykursterum fækkaði um þriðjung við TNFi meðferðina. 38% þeirra sem voru á langtíma sykursterameðferð fengu virka beinverndandi meðferð. Notkun sterakrema helmingaðist hjá einstaklingum með sóragigt og þriðjungur hætti þeirri meðferð í kjölfar TNFi meðferðar.

Um nemandann

Rebekka er fædd 21. janúar 1991 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Regína Vilhjálmsdóttir og Hafþór Júlíusson. Maki hennar er Hafsteinn Bjarnason. Hún útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Kópavogi og hóf þá nám í hjúkrunarfræði. Fljótlega áttaði hún sig á að lyfjafræðin átti betur við hana og hóf hún nám í lyfjafræði haustið 2014. Samhliða náminu hefur hún starfað hjá Lyf & heilsu og í sjúkrahúsapótekinu á Landspítalanum. Við útskrift hefur hún störf sem lyfjafræðingur í Apótekaranum í Austurveri.

Fimmtudaginn 16. maí ver Rebekka Hafþórsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið  Áhrif TNFα hemla á sykursteranotkun einstaklinga með liðbólgusjúkdóma

Meistaravörn í lyfjafræði - Rebekka Hafþórsdóttir