Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Kristinn Páll Sigurbjörnsson

 Meistaravörn í lyfjafræði - Kristinn Páll Sigurbjörnsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 13:40 til 14:05
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Kristinn Páll Sigurbjörnsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Gelatin membranes for wound care

Prófdómarar eru dr. Reynir Scheving, sérfræðingur hjá Zymetech og dr. Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Kristins Páls voru dr. Svetlana Solodova rannsóknasérfræðingur við Lyfjafræðideild og dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild sem einnig var umsjónarkennari verkefnisins.

Ágrip af rannsókn

Gelatín er prótein úr dýraríkinu sem er talsvert notað í lyfjagerð. Af trúarlegum ástæðum eru hinsvegar takmarkanir á notkun gelatíns úr svínum og nautgripum. Því er mjög áhugavert að þróa lækningavörur og lyf úr gelatíni úr íslenskum fiskafurðum.  

Markmið verkefnisins var að þróa og prófa gelatín himnur fyrir sárameðhöndlun. Í verkefninu voru borin saman svína- og fiskagelatín. Áhrifum þess að bæta þjálniefnum (e. plasticizer) eða krosstenglum (e. cross-linker) út í himnunar var skoðað.

Niðurstöðurnar sýndu að það var hægt að gera nothæfar himnur með  ákjósanlega eiginleika þegar sorbítól var notað sem þjálniefni. Himnur sem innihéldu bólgu- og sýklalyf voru einnig gerðar. Tilraunir sýndu að lyfin losast hratt úr himnunum og að himnur með sýklalyfi hafa sýkladrepandi verkun.

Um nemandann

Kristinn Páll Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavik 8. febrúar 1993. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2013. Á milli fyrsta og annars árs í lyfjafræðináminu lauk hann einu ári í námi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Kristinn Páll hefur unnið í sjúkrahúsapóteki Landspítala á sumrin og með skóla síðan árið 2017.
Foreldrar Kristins Páls heita Auður Björg Árndóttir og Sigurbjörn Sigurbjörnsson og á hann eina yngri systur sem er að ljúka BS námi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands.

Áhugamál Kristins Páls eru helst íþróttir og stangveiði og æfði hann fótbolta og skíði í mörg ár. Hann hefur gaman af útivist og sérstaklega fjallgöngum. Í framtíðinni vonast hann til þess að fá starf sem muni auka þekkingu hans á lyfjafræði og að það starf verði til hagsbóta fyrir sem flesta.

Miðvikudaginn 15. maí ver Kristinn Páll Sigurbjörnsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Gelatin membranes for wound care

 Meistaravörn í lyfjafræði - Kristinn Páll Sigurbjörnsson