Meistaravörn í lyfjafræði - Kári Arnarson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Kári Arnarson

Hvenær 
15. maí 2019 9:30 til 9:55
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Kári Arnarson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Metabolites of in vitro colon cancer cells and their metabolic symbiosis with stromal cancer-associated fibroblasts             

Prófdómarar eru dr. Helga Ögmundsdóttir, prófessor emeritus við Læknadeild og dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Gunnars voru Wilma E Mekser, Martin Giera, Sarantos Kostidis, Juan Carlos Alarcón-Barrera, öll við Leids Universitair Medisch Centrum í Hollandi, og dr. Sigríður Klara Böðvarsdóttir, forstöðumaður Lífvísindaseturs HÍ. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Verkefnið er byggt á fyrri samvinnuverkefnum milli Center for Proteomics and Metabolomics (CPM) og Department of Surgery við háskólasjúkrahúsið í Leiden í Hollandi. Í rannsókninn kannað hvort að stromal frumur í örumhverfi krabbameins hefðu áhrif á efnaskipti ristilkrabbameinsfrumna. Þetta var rannsakað með 1H-NMR og gleypnimælingum. Kannaðar voru tvær in vitro frumugerðir í samræktun og var bæði fylgst með frumuvexti sem og breytingum í efnaskiptum.  Magngreining (1H-NMR) sýndi fram á breytingar í styrk nokkurra lykil metabólíta í samræktun, sem gefur til kynna að efnaskipti krabbameins séð háð utanaðkomandi þáttum í örumhverfi æxlisins.  


Um nemandann

Kári Arnarson lauk stúdentsprófi við heilbrigðisfræðideild Menntaskólans á Akureyri árið 2014. Hefur sótt lyfjafræðinám við Háskóla Íslands (2014-2019), Københavns Universitet (2018) og Leids Universitair Medisch Centrum Center for Proteomics and Metabolomics (2018-2019). Hann hefur starfað sem nemi hjá Akureyrarapóteki og starfar nú við gæðaeftirlit hjá Alvotech. Framtíðarplön eru að flytja til Mykonos.

Miðvikudaginn 15. maí ver Kári Arnarson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Metabolites of in vitro colon cancer cells and their metabolic symbiosis with stromal cancer-associated fibroblasts   

Meistaravörn í lyfjafræði - Kári Arnarson