Meistaravörn í lyfjafræði - Jóhann Sigurðsson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Jóhann Sigurðsson

Hvenær 
16. maí 2019 14:05 til 14:30
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Jóhann Sigurðsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Hámörkun við töfluslátt

Prófdómarar eru dr. Jón Valgeirsson hjá Alvotech og dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinandi Jóhanns og umsjónarkennari var dr. Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Í úðaþurrkun er ýmislegt sem þarf að hafa í huga til að fá duft með æskilega eiginleika. Markmið verkefnisins var að hámarka afköst úðaþurrkara með tilraunahönnun Modde. Notast var við virka efnið paracetamól. Fyrst voru skimunarrannsóknir gerðar til að velja hentuga fjölliðu og í kjölfarið hámörkunarrannsókn fyrir úðaþurrkara. Valin var hentug aðferð til að stærðarmæla agnir og töflur slegnar. Að lokum voru prófanir gerðar á töflunum samkvæmt Evrópsku Lyfjaskránni. Póvídón reyndist hentugasta fjölliðan og var því notuð í hámörkunarrannsókn með paracetamóli. Hámörkunarranssóknin veitti upplýsingar um hvaða áhrif þættir höfðu á útkomur. Slegnar voru töflur úr tveimur framleiðslum og bornar saman við blöndu sem var ekki úðaþurrkuð. Töflur úr úðaþurrkuðum efnum komu betur úr prófunum.

Um nemandann

Jóhann Sigurðsson fæddist þann 20. október árið 1994 í Gautaborg í Svíþjóð. Tveggja ára flutti hann í Kópavoginn þar sem hann ólst upp og bjó þar til árið 2018 þegar hann flutti til Reykjavíkur. Foreldrar Jóhanns heita Sigurður Hilmir Jóhannsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir og þau eru bæði líffræðingar. Jóhann útskrifaðist úr MH í desember 2013 og hóf nám í lyfjafræði árið 2014. Hann hóf störf hjá Lyfjaveri árið 2017 og starfaði þar til ársins 2018. Þá flutti hann sig yfir í Lyf og heilsu þar sem að hann starfar enn.

Fimmtudaginn 16. maí ver Jóhann Sigurðsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Hámörkun við töfluslátt

Meistaravörn í lyfjafræði - Jóhann Sigurðsson