Meistaravörn í lyfjafræði - Helma Björk Óskarsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Helma Björk Óskarsdóttir

Hvenær 
16. maí 2019 10:50 til 11:15
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Helma Björk Óskarsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið A Review of Immune Checkpoint Inhibitor Therapy in Iceland: Indications and Tolerability

Prófdómarar eru Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild og Pétur S. Gunnarsson, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Helmu Bjarkar voru Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur, Gunnar Bjarni Ragnarsson og dr. Signý Vala Sveinsdóttir. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Meðferð með einstofna mótefnum af flokki ónæmisörvandi lyfja (ICPis) hefur valdið byltingu í meðferð á völdum tegundum krabbameina. Þar sem ICPis auka virkni ónæmiskerfisins geta lyfin leitt til ónæmistengdra aukaverkana. Markmið þessarar rannsóknar er að taka saman notkun ICPi meðferðar á Íslandi, að ákvarða þol ICPis með tilliti til aukaverkana, að gera samantekt á meðferðum aukaverkana ásamt því að athuga hversu margar aukaverkanir hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar. Alls tóku 135 sjúklingar þátt í rannsókninni. Helmingur sjúklinga fengu samtals 114 aukaverkanir. 25% sjúklinga sem fengu aukaverkun þurftu að hætta meðferð. Tveir sjúklingar létust vegna heilabólgu eftir meðferð með nivolumab. Meirihluti þeirra sem fengu aukaverkun voru meðhöndlaðir með sterum, eða um 66% sjúklinga. Samtals 7
aukaverkanir hjá 7 sjúklingum voru tilkynntar til Lyfjastofnunar á tímabilinu 2015 til 2018 og voru þær allar vegna nivolumab.

Þessi rannsókn bendir til þess að meirihluti aukaverkana vegna ICPi meðferðar eru viðráðanlegar, þar sem 75% sjúklinga sem fengu aukaverkun gátu haldið áfram meðferð. Samt sem áður geta þessar aukaverkanir verið mjög alvarlegar þar sem 25% sjúklinga sem fengu aukaverkun þurftu að hætta meðferð og tveir sjúklingar létust af völdum heilabólgu eftir meðferð með nivolumab.

Um nemandann

Helma Björk Óskarsdóttir er fædd 6. september 1994 í Reykjavík. Hún er alin upp í Kópavogi og bjó þar þangað til hún varð tvítug. Foreldrar hennar eru Óskar Einarsson flugvirki og Björk
Ólafsdóttir kennari. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2014 og hóf svo nám í lyfjafræði við HÍ sama ár. Hún lauk BS prófi vorið 2017 og um haustið hóf hún meistaranám í lyfjafræði sem hún lýkur í júní næstkomandi. Í sumar ætlar hún að starfa sem flugfreyja hjá Icelandair en ætlar að hefja störf sem lyfjafræðingur í haust. Helma býr í Reykjavík ásamt kærasta sínum, Tómasi Daða Bessasyni.

Fimmtudaginn 16. maí ver Helma Björk Óskarsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið A Review of Immune Checkpoint Inhibitor Therapy in Iceland: Indications and Tolerability

Meistaravörn í lyfjafræði - Helma Björk Óskarsdóttir