Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Baldvin Þór Gestsson

Meistaravörn í lyfjafræði - Baldvin Þór Gestsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 10:50 til 11:15
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Baldvin Þór Gestsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Metabolic profiling of cyanobacterial extracts using multivariate data analysis for their anti-obesity properties

Prófdómarar eru dr. Sigríður Klara Böðvarsdóttir, forstöðumaður Lífvísindaseturs HÍ og Pétur S. Gunnarsson, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Baldvins Þórs voru dr. Finnur Freyr Eiríksson og dr. Ralph Urbatzka. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild

Ágrip af rannsókn

Offita er eitt helsta heilsufarsvandamál víðsvegar um allan heim. Offita hefur verið tengd við ýmsa fjölkvilla eins og kransæðasjúkdóm, hjartabilun, háþrýsting og sykursýki týpu 2. Sýnt hefur verið fram á virkni lífefna úr cyanobakteríum gegn offitu og það hefur aukið áhuga á að finna ný lyf frá þeim uppruna. Markmið þessarar rannsóknar var að framkvæma fjölþáttagreiningu á 117 útdráttum úr cyanóbakteríum til þess að auðkenna hugsanleg lífmerki með virkni gegn offitu. Eftirfarandi stofnar, LEGE07159B, LEGE06147B, LEGE06105B, LEGE07459C og LEGE06114C sýndu mest lofandi niðurstöðurnar. Þeir innihéldu lífmerki sem gátu einungis fundist í stofnum sem höfðu mælst með virkni.

Um nemandann

Baldvin Þór Gestsson er fæddur þann 18. mars árið 1992 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Elín Dóra Baldvinsdóttir og Gestur Már Þórarinsson. Hann ólst upp í Grafarvoginum og hefur búið þar alla tíð. Baldvin lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Sund sumarið 2012.  Þaðan lá leiðin í lyfjafræði við Háskóla Íslands haustið 2013 og útskrifaðist hann með BS gráðu sumarið 2017. Hann hóf svo meistaranám við lyfjafræðideild HÍ haustið 2017. Baldvin hefur unnið í SA lyfjaskömmtun hjá Lyf og Heilsu og Apótekaranum í Mjódd síðastliðin tvö sumur.

Miðvikudaginn 15. maí ver Baldvin Þór Gestsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Metabolic profiling of cyanobacterial extracts using multivariate data analysis for their anti-obesity properties

Meistaravörn í lyfjafræði - Baldvin Þór Gestsson