Skip to main content

Hvað er spennandi við rafmyntir?

Hvað er spennandi við rafmyntir? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. september 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Öll velkomin

Kristján Ingi Mikaelsson flytur erindi á fyrirlestraröðinni Rafmyntir á þriðjudögum. Erindi hans ber heitið Hvað er spennandi við rafmyntir?

Kristján Ingi Mikaelsson er framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs en hann hefur í gegnum tíðina hrint af stað fjölda verkefna sem snúa m.a. að opnun gagna, eflingu lýðræðisins og auknu upplýsingaflæði í aðdraganda kosninga.
Hann hefur einnig verið virkur í uppbyggingu forritunarsamfélagins og var einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar JSConf Iceland og tæknistyrktarsjóðsins Community Fund. Kristján hefur tekið virkan þátt í frumkvöðlastarfi hérlendis og bjó hann um tíma í Kísildalnum og rak þar nýsköpunarfyrirtæki sitt. Kristján sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2013.

Rafmyntir á þriðjudögum er fyrirlestraröð Háskóla Íslands um rafmyntir. Fyrirlestrarnir fara fram alla þriðjudaga kl 15:00 í VR-II, stofu 157 og er markmiðið að kafa ofan í alla anga rafmynta og undirliggjandi tækni.

Kristján Ingi Mikaelsson

Hvað er spennandi við rafmyntir?