Skip to main content

Heiðursdoktorsathöfn Lars Lönnroth

Heiðursdoktorsathöfn Lars Lönnroth - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. september 2021 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Lars Lönnroth verður gerður að heiðursdoktor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. september kl. 15. 

Lars Lönnroth er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hefur einnig starfað við Álaborgarháskóla og Berkeleyháskóla í Kaliforníu. Hann er frumkvöðull á sviði íslenskra fræða og innleiddi þar ýmsar nýjar hugmyndir frá því hann hóf sinn feril, m.a. um tengsl íslenskra fornbókmennta við evrópska miðaldamenningu, um flutning kveðskapar og sagna. Hann er einna þekktastur fyrir rannsóknir sínar á Brennu-Njálssögu. Um hana skrifaði hann rit sem kom út 1976 og er enn í fullu gildi. Hann hefur unnið mikið starf við útbreiðslu íslenskrar menningar um allan heim, meðal annars með þýðingum sínum. Auk heldur er hann mikill og einlægur Íslandsvinur, tíður gestur hér og gamall nemandi við skólann. Bæði fyrir þessi samskipti og fræðistörf sín er hann verðugur heiðursdoktor við Háskóla Íslands.

Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Lars Lönnroth mun að auki flytja fyrirlestur á vegum Miðaldastofu í Lögbergi 101 þann 22. september kl. 16:30.

Dr. Lars Lönnroth.

Heiðursdoktorsathöfn Lars Lönnroth