Skip to main content

Doktorsvörn í viðskiptafræði - Sigurður Ragnarsson

Doktorsvörn í viðskiptafræði - Sigurður Ragnarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. apríl 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 12. apríl ver Sigurður Ragnarsson doktorsritgerð sína ,,Að leiða í gegnum þjónustu: Iðkun þjónandi forystu" (e. Leading Through Service: The Practice of Servant Leadership). Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 15:00 og er öllum opin.

Leiðbeinandi var dr. Erla Sólveig Kristjánsdóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásamt Erlu Sólveigu sátu í doktorsnefnd dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, dr. Dirk van Dierendonck, prófessor við Rotterdam School of Management, Erasmus University, Hollandi, og dr. Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Andmælendur eru dr. G. James Lemoine við School of Management, University at Buffalo, Bandaríkjunum og dr. Armin Pircher Verdorfer, við Amsterdam Business School, University of Amsterdam, Hollandi.

Vörninni stýrir dr. Gylfi Magnússon, deildarforseti Viðskiptafræðideildar.

Hægt er að fylgjast með doktorsvörninni í streymi.

Um doktorsefnið
Sigurður Ragnarsson er fæddur í Reykjavík 24. maí 1968. Sigurður er með MBA gráðu frá Golden Gate University, San Francisco, í Bandaríkjunum og starfar sem aðjúnkt við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri auk þess að sinna stjórnendaþjálfun. Þar áður starfaði Sigurður sem forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.

Sigurður hefur einnig víðtæka reynslu úr atvinnulífinu þ.s. hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum og rekið eigin fyrirtæki.

Ágrip
Markmið þessarar doktorsrannsóknar er að rannsaka hvernig það er fyrir starfsfólk (stjórnendur og þá sem eru ekki í stjórnunarstöðu) að vinna í þremur skipulagsheildum sem hafa helgað sig þjónandi forystu (e. servant leadership) og skoða upplifun þeirra af iðkun á þjónandi forystu.

Um er ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl ásamt eftirfylgniviðtölum við starfsfólk í þremur skipulagsheildum ásamt því að framkvæmdar voru vettvangsathuganir.

Meginniðurstöður gefa til kynna að starfsfólkið reiði sig á notkun þjónustu- og forystuvíddarinnar. Notkunin fer eftir kringumstæðum og markmiðum skipulagsheildarinnar þar sem að þjónustuvíddin vísar til þess að sinna vellíðan starfsfólks og forystuvíddin vísar til ábyrgðarskyldu.

Fræðilegt framlag felst m.a. í upplifun starfsfólks hjá skipulagsheildum sem hafa helgað sig þjónandi forystu í áratugi og notuð er eigindleg aðferðafræði sem veitir djúpa innsýn í upplifun starfsfólksins. Einnig er kynnt fræðilegt líkan um iðkun þjónandi forystu sem inniheldur flokkana að þjóna og að leiða. Líkanið sýnir að við venjubundnar aðstæður leggur starfsfólk jafna áherslu á þjónustu- og forystuvíddina. Hinsvegar, þegar krísuástand ríkir, breytast áherslur og starfsfólk leggur meiri áherslu á forystuvíddina en þjónustuvíddina.

Miðvikudaginn 12. apríl ver Sigurður Ragnarsson doktorsritgerð sína ,,Að leiða í gegnum þjónustu: Iðkun þjónandi forystu" (e. Leading Through Service: The Practice of Servant Leadership).

Doktorsvörn í viðskiptafræði - Sigurður Ragnarsson