Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Rannvá Danielsen

 Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði -   Rannvá Danielsen - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. október 2020 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

í streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi:https://eu01web.zoom.us/j/3545255552?pwd=ZGpvMG9VOTR3cHljSHV0T0xiZUMvQT09

Föstudaginn 30. október næstkomandi ver Rannvá Danielsen doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Heiti ritgerðar: Fishing for Sustainability:Essays on the Economic, Social and Biological Outcomes of Fisheries Policy in the Faroe Islands (Félagsleg, hagræn og líffræðileg áhrif fiskveiðistefnu í Færeyjum). 

Vörnin fer fram á netinu og er öllum opin.

Andmælendur: Dr. Natacha Carvalho við Joint Research Centre at the European Commission the Water and Marine Resource Unit og dr. Niels Vestergaard, prófessor við Department of Sociology, Environmental and Business Economics University of Southern Denmark.

Leiðbeinandi: Dr. Sveinn Agnarsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Að auki í doktorsnefnd: Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands og dr. Jingjie Chu, Senior Economist at the Environment and natural resource management Global Practice in the World Bank.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Gylfi Magnússon, prófessor og deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Athygli er vakin á því að doktorsefnið og andmælendur munu taka þátt í athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað en gestum er velkomið að fylgjast með úr Hátíðasal Háskóla Íslands.

Athöfnin hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Um doktorsefnið
Rannvá er fædd árið 1986 í Þórshöfn í Færeyjum.Hún lauk BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Southampton Solent University og meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands, en á námstímanum dvaldi hún eitt misseri við Háskólann í Berkley íKaliforníu. Rannvá veitir nánari upplýsingar um doktorsverkefnið í netfanginu rannvad@gmail.com.

Rannvá Danielsen ver doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

 Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði -   Rannvá Danielsen