Skip to main content

Doktorsvörn í Umhverfis- og auðlindafræði - Jón Örvar Geirsson Jónsson

Doktorsvörn í Umhverfis- og auðlindafræði - Jón Örvar Geirsson Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. september 2019 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Jón Örvar Geirsson Jónsson

Heiti ritgerðar: Jarðvegur: náttúrugæði, hagræn greining og sjálfbærnivísar 

Andmælendur: 

Dr. Giles Atkinson, prófessor við London School of Economics and Political Science og Dr. Ólafur Gestur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Auðlinda- og umhverfisdeild.

Leiðbeinandi: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir

Einnig í doktorsnefnd: 

Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. 

Dr. Benjamin Burkhard, prófessor við  Leibniz Universität í Hannover.

Doktorsvörn stýrir: Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Ágrip:

Abstract in Icelandic: Ritgerðin fjallar um mikilvægi jarðvegs sem náttúruauðs. Jarðvegur gefur af sér margvísleg náttúrugæði sem mannkynið nýtur góðs af, gæði sem eru mannkyninu ekki alltaf sýnileg. Sú staðreynd hefur, ásamt öðrum þáttum, leitt af sér ofnýtingu og sívaxandi hnignun jarðvegsauðs á heimsvísu.

Í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig hægt er að nota aðferðafræði hagfræðinnar til þess að meta náttúrugæði jarðvegs og draga hagrænt mikilvægi hans í ljós. Hlutverk jarðvegs er sett í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 en ástand og gæði jarðvegsauðlindarinnar er nátengd mörgum af þeim markmiðum.

Fjallað er um mikilvægi jarðvegs í fæðuöflun nútímans og nauðsyn frjósamrar gróðurmoldar og heilbrigðs jarðvegsvistkerfis til framtíðar. Einnig er sett fram þverfagleg nálgun við gerð á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg með virkri þátttöku hagsmunaaðila. Og að lokum er leitt í ljós hvernig hægt er að nota þessar aðferðir, þ.e. mat á náttúrugæðum og sjálfbærnivísa, til þess að meta sjálfbærni landbúnaðarkerfa á heildstæðan hátt út frá vistfræði-, orku- og arðsemisgreiningu slíkra kerfa. Doktorsrannsóknin var framkvæmd á Ísland og í Grikklandi.

Um doktorsefnið:

Jón Örvar Geirsson Jónsson er fæddur á 1977. Hann er með BSc próf í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands meistaragráðu frá árinu 2006 og lauk MS námi í visthagræði frá Edinborgarháskóla ári síðar.

Jón Örvar er kvæntur Þóru Björg Sigurðardóttur heimspekingi og kennara og eiga þau saman þrjár dætur.

Verkefnið Jóns Örvars var styrkt af Sjöundu Rannsóknaráætlun ESB í gegnum SoilTrEC verkefnið.     

Jón Örvar Geirsson Jónsson

Jarðvegur: náttúrugæði, hagræn greining og sjálfbærnivísar