Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. október 2020 11:00 til 13:00
Hvar 

Rafræn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 14. október ver Marie Schellens doktorsritgerð sína í umhverfis- og auðlindafræði frá Stjórnmálafræðideild sem ber heitið Violent natural resource conflicts. From definitions to prevention. Doktorsritgerð Marie er til sameiginlegrar doktorsgráðu Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla. Vörnin fer fram í Stokkhólmsháskóla kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður streymt.

Tengill á streymið er hér.

Andmælandi er Päivi Lujala, prófessor í mannvistarlandfræði við Háskólann í Oulu.

Leiðbeinendur ritgerðarinnar voru Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Dr. Salim Belyazid, dósent í umhverfisstjórnun og Dr. Stefano Manzoni, dósent í vatnavistfræði, báðir við Náttúrulandfræðideild Stokkhólmsháskóla.

Marie Schellens lauk M.Sc. prófi með sameiginlegri gráðu frá KU Leuven og Free University í Brussel árið 2015. Hún leggur áherslu á að skoða átök sem tengjast náttúruauðlindum og friðaruppbyggingu með hliðsjón af umhverfisþáttum. Hún notar einkum reiknilíkön til að skoða flókin kerfi, en beitir einnig blönduðum eigindlegum og megindlegum aðferðum.

Rannsóknin er styrkt af Horizon 2020 - Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB  - Marie Skłodowska-Curie þjálfurnarnet doktorsnema, rannsóknarstyrkur nr. 675153.

Marie Schellens ver doktorsritgerð sína miðvikudaginn 14. október 2020.

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði